.

Hátíðir

Reykjavík er sannkölluð hátíðarborg þar sem tónlist, kvikmyndir, listir og ómótstæðilegar kræsingar fá að njóta sín allt árið.

Þú getur haldið upp á bjórfrelsið á fjögurra daga bjórhátíð sem haldin er 1. mars á hverju ári til að minnast dagsins þegar bjór var aftur leyfður á Íslandi eftir 74 ára bann.

Listahátíð Reykjavíkur er einnig stórskemmtileg en hún er haldin annað hvert ár og inniheldur alls kyns sýningar, gjörninga og tónleika víðsvegar um borgina.

Hér að neðan getur þú séð fleiri hátíðir.

Barnamenningarhátíð

05.- 10. apríl 2022

Leiðarljós hátíðarinnar eru gæði, margbreytileiki, jafnræði og gott aðgengi að menningu barna, með börnum og fyrir börn.

Hinsegin dagar

3. - 8. ágúst 2021

Hinsegin dagar ein stærsta hátíð landsins með um og yfir hundrað þúsund gesti ár hvert. Hátíðin hefur vaxið úr eins dags hátíð í sex daga menningarhátíð og er enn að vaxa.

Menningarnótt

Fellur niður vegna covid - 2021

Í ár höldum við Menningarnótt með breyttu sniði. Hátíðin dreifist yfir 10 daga og fer fram 13.-23. ágúst. Borgarbúar geta því notið hátíðarinnar dag eftir dag, nótt eftir nótt.

Riff

30. sept. - 10. okt. 2021

RIFF – Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík – er einn stærsti og fjölbreyttasti menningarviðburðurinn á Íslandi. RIFF er sjálfstæð og óháð kvikmyndahátíð sem rekin er án hagnaðar. 

Tendrun Friðarsúlunnar

9. október

Friðarsúlan er hugarfóstur myndlistarmannsins, tónlistarmannsins og friðarsinnans Yoko Ono og er hugsuð sem leiðarljós fyrir heimsfrið.

Mýrin bókmenntahátíð

Október 2021

Mýrarhátíðarnar byggja á fjölbreyttri dagskrá með þátttöku höfunda og fræðimanna, innlendra og erlendra.

Iceland Airwaves

Aflýst 2021

Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves hefur verið haldin árlega í Reykjavík frá árinu 1999 og hefur vaxið mikið síðan þá. Hátíðin er haldin í fjóra daga í nóvember ár hvert.

Reykjavík Dance Festival

17.- 20. Nóvember 2021

Reykjavík Dance Festival er alþjóðlegur vettvangur fyrir kóreógrafíu og tilraunir sem leitast við að skapa sterkt samtal við áhorfendur í gegnum verk þeirra listamanna sem hátíðin sýnir, styður og framleiðir.

Evrópska kvikmyndahátíðin (EFA)

Desember 2022

Evrópska kvikmyndahátíðin (EFA) var stofnuð árið 1988. Að hátíðinni koma nú yfir 3000 evrópskir kvikmyndasérfræðingar sem hafa það að markmiði að efla evrópska kvikmyndamenningu.

Oslóartréð

Tendrun jólatrésins markar upphaf jólaborgarinnar Reykjavíkur en tréð er sótt í norska lundinn í Heiðmörk. Rúm hálf öld er síðan það var kveikt á trénu í fyrsta skipti og minnir á áratuga vinasamband Reykjavíkur og Oslóarborgar.

Myrkir músíkdagar

25. - 29. janúar 2022

Tónlistarhátíðin Myrkir músíkdagar er vettvangur fyrir íslenskt tónskáld til að fá verk sín flutt. Í dag er áhersla hátíðarinnar á að flytja og kynna samtímatónlist með áherslu á nýja, íslenska tónlist og flytjendur en þó í bland við erlend verk og erlenda flytjendur.

Vetrarhátíð

Vetrarhátíð fer fram í öllum sex sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Þessi hátíð ljóss og myrkurs samstendur af þrem meginstoðum: Safnanótt, Sundlauganótt og ljósalist ásamt yfir 150 viðburðum þar sem fjöldi listamanna tekur þátt í að skapa einstaka stemningu í borginni.

Blúshátíð

Blúsfélag Reykjavíkur var stofnað 6. nóvember 2003 á Kaffi Reykjavík. Þar komu saman helstu merkisberar blústónlistar á Íslandi og spiluðu saman fyrir fullu húsi af áhugafólki um blús.

Bókmenntahátíð í Reykjavík

21.-24. apríl 2021

Bókmenntahátíð í Reykjavík hefur starfað síðan árið 1985. Þessi huggulega hátíð er fundarstaður lesenda og höfunda og lifandi vettvangur umræðna um bókmenntir og skáldskap.

Hátíð hafsins

5. - 6. júní 2021

Hátíð hafsins er fjölskylduhátíð sem leggur áherslu á fróðleik um hafið og matarmenningu hafsins í bland við góða skemmtun.

Listahátíð í Reykjavík

Listahátíð í Reykjavík fagnar fimmtíu ára afmæli sínu í ár og hefur undirbúningur veglegrar afmælishátíðar staðið yfir í hartnær tvö ár. Vegna breyttra aðstæðna í kjölfar Covid 19 verður Listahátíð 2020 haldin yfir allt árið.

17. júní
.

Vegna fordæmalausra aðstæðna í ár verða hátíðarhöld á 17. júní með breyttu sniði. Borgarbúar eru hvattir til að halda upp á daginn með vinum og fjölskyldu og skreyta heimili með fánum og öðru í fánalitum.  Farið verður að stað með leikinn Teljum fána þar sem hægt verður að telja fána út í gluggum og við hús borgarbúa.

HönnunarMars

19.-23. maí 2021

Á dagskrá Hönnunarmars 2020 eru um 80 sýningar og 100 viðburðir sem teygja sig yfir allt höfuðborgarsvæðið. Viðburðir eru á dagskrá allt frá Seltjarnarnesi, gegnum Hafnartorg og miðbæinn, Skeifuna og Kópavog til Garðabæjar, Hafnarfjarðar og Mosfellsbæjar.

Unglist - listahátíð ungs fólks

06. -20. nóvember 2021

Unglist, listahátíð ungs fólks er vettvangur fyrir ungt upprennandi listafólk á aldrinum 16- 25 ára

#borginokkar