
Hátíðir
Reykjavík er sannkölluð hátíðarborg þar sem tónlist, kvikmyndir, listir og ómótstæðilegar kræsingar fá að njóta sín allt árið.
Þú getur haldið upp á bjórfrelsið á fjögurra daga bjórhátíð sem haldin er 1. mars á hverju ári til að minnast dagsins þegar bjór var aftur leyfður á Íslandi eftir 74 ára bann.
Listahátíð í Reykjavík er einnig stórskemmtileg en hún er haldin annað hvert ár og inniheldur alls kyns sýningar, gjörninga og tónleika víðsvegar um borgina.
Hér að neðan getur þú séð fleiri hátíðir.