Myrkir músíkdagar
  • Heim
  • Myrkir músíkdagar

Myrkir músíkdagar

25. - 28. janúar 2024

Myrkir músíkdagar hafa nú lýst upp svartasta skammdegið í Reykjavík í rúm 40 ár. Hátíðin veitir aðgang að tilraunastofum tónlistarinnar fyrir okkur sem viljum fá að upplifa það nýjasta í íslenskri og erlendri samtímatónlist. Viðburðir hátíðarinnar fara að þessu sinni fram í Hörpu, Hallgrímskirkju og Norræna húsinu og er margt spennandi á boðstólum.

Tónlistarhátíðin Myrkir músíkdagar er ein elsta tónlistarhátíð landsins, stofnuð árið 1980 af Tónskáldafélagi Íslands, sem vettvangur fyrir íslensk tónskáld til að fá verk sín flutt. Í dag er áhersla hátíðarinnar að flytja og kynna samtímatónlist með áherslu á nýja, íslenska tónlist og flytjendur í bland við erlend verk og erlenda flytjendur. 

Sjáumst á myrkum og njótið vel!

Nánari upplýsingar á heimasíðu

 

 

#borginokkar