
Unglist - listahátíð ungs fólks
4. - 11. Nóvember 2023
Unglist, listahátíð ungs fólks er vettvangur fyrir ungt upprennandi listafólk á aldrinum 16- 25 ára þar sem skáldskapur og myndsköpun fá að flæða frjálst, í takti við tónlistarveislur, óheftan dans, lifandi leiklist og aðra viðburði þar sem sköpunargleðin er í öndvegi. Unglist er hátíð nýrra strauma og fjölbreytileika sem hefur haft að markmiði að hefja menningu ungs fólks á Íslandi til vegs og virðingar. Unglistin hefur allt frá upphafi verið haldin af Hinu Húsinu, miðstöð ungs fólk. Taktu þátt í ævintýrinu þér að kostnaðarlausu og njóttu töfra listarinnar á ókeypis viðburðum Unglistar!