stockfish
  • Heim
  • Stockfish kvikmyndahátíð

Stockfish kvikmyndahátíð

4.-14. apríl 2024

Stockfish kvikmynda og bransahátíðin er haldin í tíunda sinn dagana 4. - 14. apríl 2024.

Við hlökkum mjög til að fagna 10 ára afmælinu með ykkur öllum!

Á afmælisárinu býður Stockfish ykkur í ferðalög um víða veröld sagna, heima,
tilfinninga, sköpunar og alls þess sem kvikmyndalistin býður upp á.
Stockfish er hátíðin ykkar og við hlökkum til að njóta með ykkur.

Á síðustu 10 árum hefur Stockfish sýnt og sannað að hátíðin er vettvangur kvikmynda
frá öllum heimshornum sem og stærri mynda og nýrra leikstjóra.Auk þessa bjóðum við upp á sýnishorn af því besta sem er að gerast í íslenskri Kvikmyndagerð á „Verk í vinnslu“ og fáum að sjá myndir frá nýju hæfileikafólki í Stuttmyndakeppninni „Sprettfiskur“

Eins og fyrri ár bjóðum við upp á meistaraspjall (masterclass) og opið-spjall við þekkta leikara, kvikmyndaleikstjóra, kvikmyndatökumenn og fleira fagfólk. Hátíðin hefur borið hróður íslenskra kvikmynda, fagmennsku, hlýju og gestrisni víða og við erum stolt af því.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Stockfish Film Festival & Industry Days er kvikmynda- og ráðstefnuhátíð fagfólks í kvikmyndabransanum og er haldin í Bíó Paradís í samvinnu við öll fagfélög í kvikmyndagreinum á Íslandi. Hátíðin er haldin árlega í mars og stendur yfir í 11 daga. Með hátíðinni var Kvikmyndahátíð Reykjavíkur endurvakin undir nýju nafni en hún var síðast haldin árið 2001 og var upphaflega sett á laggirnar árið 1978. Allt kapp er lagt á að starfrækja Stockfish á faglegan, gagnsæjan og lýðræðislegan hátt með stjórn skipaðri fulltrúum frá fagfélögum kvikmyndaiðnaðarins.

Markmið Stockfish er að þjóna samfélaginu sem hátíðin sprettur úr, efla og auðga kvikmyndamenningu á Íslandi árið um kring og vera íslenskum kvikmyndaiðnaði lyftistöng bæði erlendis og innanlands. Hátíðin leggur áherslu á að tefla fram metnaðarfullri dagskrá fyrir hátíðargesti og eru t.a.m. einungis sýndar yfir 20 sérvaldar alþjóðlegar verðlaunamyndir á hátíðinni. Dagskrá bransadaga Stockfish miðast ávallt við þarfir og óskir kvikmyndabransans hverju sinni.

Smelltu hér til að fara á heimasíðu Stockfish

#borginokkar