Man playing on stage

Blúshátíð

27.-28. mars 2024

Blúsfélag Reykjavíkur var stofnað 6. nóvember 2003 á Kaffi Reykjavík. Þar komu saman helstu merkisberar blústónlistar á Íslandi og spiluðu saman fyrir fullu húsi af áhugafólki um blús.

Blúsfélag Reykjavíkur heiðrar fólk sem unnið hefur að framgangi blústónlistarinnar á Íslandi. Samskipti við önnur blúsfélög og samvinna um blúshátíðir er einnig stór liður í starfsemi félagsins.

Blúshátíð í Reykjavík 2024 fer fram í Dymbilvikunni samkvæmt hefðinni. Hún er á sínu tuttugasta aldursári og verður sérstaklega hátíðleg að þessu sinni.

TÓNLEIKADAGSKRÁ

27. mars kl 20:00
20 ára afmælispartí í Ölveri

Ýmsir koma við sögu í sannkallaðri veislu

Ásgeir Óskarsson
Óskar Logi
Andrea Gylfadóttir
Halldór Bragason
Sigurður Sigurðsson
Stefanía Svavarsdóttir
Pétur Tyrfingsson
Róbert Þórhallsson
Ragnheiður Gröndal
Davíð Þór Jónsson
Guðmundur Pétursson

28. mars kl 20:00
Stórtónleikar á Grand Hótel

SIGGY DAVIS INTERNATIONAL BLUES BAND
Bandaríska söngkonan Siggy Davis heimsækir Íslendinga. Hún hefur komið fram í kvikmyndum Spike Lee, sungið á Broadway, sungið með fólki eins og Archie Shepp, James Carter og Ninu Hagen. Að þessu sinni verður hún með hljómsveit skipuðum tónlistarmönnum frá Íslandi og meginlandi Evrópu.

„Siggy Davis has the soul of Aretha Franklin, the deep feelings of Billie Holiday, the gospel feeling of Mahlia Jackson, the cheeky blues of Bessie Smith and above all the swing and improvisational joy of Ella Fitzgerald. This is what characterizes Siggy’s voice...“

Siggy Davis: Söngur
Guðmundur Pétursson: Gítar
Roman Jonca: Hljómborð
Lukasz Gorczynca: Bassi
Eric Quick: Trommur

KK BLUESBAND

Allir elska KK og nú mætir hann til leiks með ekta rythmablúshljómsveit og blásurum, skipaða úrvalsliði.

Kristján Kristjánsson: Söngur, Gítar, Munnharpa
Haraldur Þorsteinsson: Bassi
Eric Quick: Trommur
Haukur Gröndal: Saxófónn
Ólafur Jónsson: Saxófónn


KLÚBBUR BLÚSHÁTÍÐAR
Samkvæmt hefðinni verður “opin jamsession” á sviði klúbbsins að formlegri dagskrá lokinni.

Hægt verður að bóka sig i mat á hótelinu áður en tónleikar hefjast.

Önnur dagskrá:
23. mars - Blúsdagur og setning - Krúserklúbburinn, Höfðabakka 9
26. mars - Blúsdjamm fram eftir kvöldi - Cadillac Klúbburinn, Súðarvogi 30

Nánari upplýsingar á Facebook síðu hátíðarinnar

 

#borginokkar