Children dancing on stage
  • Heim
  • Barnamenningarhátíð

Barnamenningarhátíð

23.- 28. apríl 2024

Leiðarljós hátíðarinnar eru gæði, margbreytileiki, jafnræði og gott aðgengi að menningu barna, með börnum og fyrir börn.

Vettvangur hátíðarinnar er borgin öll og fara fjölbreyttir viðburðir fram í grunnskólum, leikskólum, frístundamiðstöðvum og listaskólum. Jafnframt er boðið upp á dagskrá í Ráðhúsi Reykjavíkur, Hörpu og lista- og menningarstofnunum borgarinnar.

Barnamenningarhátíð í Reykjavík er ein af megin þátttökuhátíðum borgarinnar og rúmar allar listgreinar sem börn og fullorðnir geta notið, sér að kostnaðarlausu. Hátíðin er skipulögð af viðburðardeild borgarinnar og verkefnastjóra barnamenningar.

Big Bang Festival er ævintýraleg evrópsk tónlistarhátíð fyrir unga áheyrendur. Markmið hátíðarinnar er að auka aðgengi barna að tónlist og frítt á alla viðburði. Tónlistarhátíðin var stofnuð árið 2010 af sex evrópskum samstarfsaðilum.

Barnamenningarhátíð í Reykjavík var boðin þátttaka í verkefninu árið 2019. Fyrsta Big Bang hátíðin var  haldin í Hörpu í hitt í fyrra fyrir troðfullu húsi. Hátíðin verður aftur haldin í Hörpu 25. apríl 2024 kl. 11–17.

 

Nánari upplýsingar á heimasíðu

#borginokkar