Skip to main content

17. júní

Enn hefur ekki verið gefið út dagskrá fyrir 17. júní 2021, en von er um að hægt sé að halda upp á daginn í ár með hefbundnara sniði en var í fyrra.

 

Morgunathöfn á Austurvelli verður í beinni útsendingu í sjónvarpi RÚV þar sem allir landsmenn geta fylgst með heima í stofu. Athöfnin er hefðbundin og samanstendur af ávarpi Forsætisráðherra og fjallkonan frumflytur sérsamið ljóð við tilefnið.

Að venju sjá nýstúdentar um að leggja blómsveig við leiði Jóns og Ingibjargar í Hólavallakirkjugarði að lokinni morgunathöfn á Austurvelli. Forseti borgarstjórnar flytur ávarp og skátar standa heiðursvakt.

Skreytt borg með fánum og blómum. 

Borgin verður skreytt með fánum og blómum en almenningur er hvattur til að taka þátt í því og farið verður af stað með leikinn Teljum fána. Á þjóðhátíðardegi teljum við fána í stað bangsa, fána út í gluggum og við hús borgarbúa. Tvenn verðlaun verða í boði fyrir þá sem senda inn fánatölur.

Saga Garðarsdóttur og Katrín Halldóra ætla í skemmtilegum myndskotum að ráðleggja borgarbúum um það hvernig hægt er að halda upp á daginn með pomp og prakt  í sínum garði, götu eða næsta græna svæði í nágrenninu.

Fyrir þá sem ætla að bregða sér út þá verður boðið upp á létta stemningu með aðstoð plötusnúða á Klambratúni.

Hægt verður að heyra í lúðrasveitum Í miðborginni á milli kl 13-18, sjá dansað á götum úti, sirkuslistamenn bregða á leik og fleiri uppákomur verða víðsvegar um miðborgina til að skapa óvæntar upplifanir. Rekstraraðilar í miðborginni munu einnig bjóða gestum upp á óvæntar uppákomur. 

En eins og sagði í upphafi er fólk hvatt til að setja upp sína eigin þjóðhátíð með vinum og ættingjum. Grilla, syngja, dansa og uppgötva sirkuslistamanninn í sjálfum sér á heimavelli.

Ítarlegri dagskrá kemur á allra næstu dögum. 

Þú finnur okkur á Facebook og Instagram

Hafðu samband

Menningar- og ferðamálasvið

Skrifstofa menningarmála - Viðburðardeild 
Festival and events
Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnargata 11 | 101 Reykjavík | S: 411 6000 |

.

Fjallkonan

Fjallkonan er tákngervingur Íslands. Í hátíðardagskrá á Austurvelli kemur leikkona fram í hlutverki hennar og les ljóð. Fjallkonan klæðist skautbúningi sem er í vörslu Árbæjarsafns og við hann er forláta stokkabelti með vínviðarmunstri úr silfri og brjóstnæla í stíl.

.

Teljum fána

Við hvetjum borgarbúa til að skreyta hús og híbýli með íslenska fánanum. Vegfarendur geta svo reynt að koma auga á fána í gluggum, görðum, á girðingum eða annars staðar í hverfinu.