17. júní athöfn

17. júní

Þjóðhátíðardagur Íslendinga, 17. júní, er haldinn hátíðlegur ár hvert til þess að fagna lýðveldisstofnun hér á landi árið 1944. Fyrir þann tíma skipaði dagurinn þó einnig sess í hjörtum landsmanna, því að 17. júní var fæðingardagur Jóns Sigurðssonar (1811-1879), helstu sjálfstæðishetju Íslands. Dagurinn var valinn sem þjóðhátíðardagur til þess að heiðra framlag hans til baráttu Íslendinga fyrir sjálfstæði frá Dönum.  Fyrstu heimildir um vegleg hátíðarhöld á 17. júní eru frá árinu 1907, en þá var fæðingardegs Jóns minnst með lúðraþyt og ræðuhöldum á Austurvelli í Reykjavík; samkoman taldi 4-6 þúsund manns, eða um helming allra bæjarbúa.  

Á 17. júní 2022 verða fjölskylduskemmtanir haldnar víðsvegar um bæinn. Hljómskálagarði, Grafarvogi, Breiðholti og Klambratúni.

Hátíðarathöfn á vegum Alþingis og forsætisráðuneytisins hefst á Austurvelli kl. 11.10 en henni verður sjónvarpað og útvarpað á RÚV. Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, leggur blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar og forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir flytur hátíðarræðu. Fjallkonan flytur ávarp en ávallt hvílir leynd yfir því hver hún er þar til á hátíðarathöfninni.

17. júní er á Facebook og Instagram

Viðburðir á 17. júní

17. júní- Þjóðhátíðaskrúðganga frá Hallgrímskirkju
17. júní - Morgunathöfn á Austurvelli
17. júní - Tónleikar og dans
17. júní - Tröll
17. júní - Húllumhæ með húllastelpunni
17. júní - Bílasýning Krúserklúbbsins
17. júní - DJ Fusion Groove
17. júní - Létt og skemmtileg stemning á Klambratúni
17. júní - Trúðslæti með Silly Suzy og Bryn Bryn
17. júní í Breiðholti
17. júní - Þjóðhátíðarskrúðganga frá Hagatorgi
SKÁKMÓT Á 17. JÚNÍ í Hlöðunni við Gufunesbæ
Þjóðhátíðargleði Árbæjarsafns
Hverfahátíð við Gufunesbæ
Sirkus Íslands 17.júní Hljómskálagarðurinn
17.júní - Harmonikkuball í Ráðhúsinu
17.júní - Hoppikastalar, Skátaþrautabraut og Klifurveggur
Endurkast - Listhópur Hins Hússins
Klassík - Listhópur Hins Hússins
MEISTARAVERK JAZZINS Í EINLEIKSBÚNINGI -Listhópur Hins Hússins
Sumar án takmarka -Listhópur Hins Hússins
Sjhalló-Lishópur Hins Hússins
Stálkonan 2022 og Sterkasti maður Íslands
Havarí á Hafnartorgi
VV sögur
Dans Brynju Péturs á 17. júní

#borginokkar