HönnunarMars

19.-23. maí 2021

 Dagskrá Hönnunarmars 2020 eru um 80 sýningar og 100 viðburðir sem teygja sig yfir allt höfuðborgarsvæðið. Viðburðir eru á dagskrá allt frá Seltjarnarnesi, gegnum Hafnartorg og miðbæinn, Skeifuna og Kópavog til Garðabæjar, Hafnarfjarðar og Mosfellsbæjar.

Vöruhönnun, fatahönnun, arkitektúr, grafísk hönnun, gullsmíði, nýsköpun, tækni, sjálfbærni, keramík, textíll og margt fleira kemur við sögu.

Þetta er í tólfta sinn sem HönnunarMars fer fram en hátíðin boðar nýjungar og óvænta nálgun. Hún er lífleg höfn hugmynda, ólíkra sjónarmiða og þekkingar. HönnunarMars er hreyfiafl sem auðgar og bætir samfélagið. Öll áhersla hátíðarinnar í ár er á sýningar og sýnendur og um leið upplifun og öryggi gesta.

HönnunarMars er boðberi bjartsýni og skapandi krafta í samfélaginu. Nú gefst tækifæri til að beina sjónum að hönnun sem drifkrafti til nýsköpunar og sýna hversu mikilvægu hlutverki þessar greinar gegna á þessum óvissutímum í samfélaginu. Sem ein af sex borgarhátíðum Reykjavíkur standa vonir til að hátíðin í ár veiti íbúum og gestum borgarinnar innblástur og gleði.

Gott yfirlit yfir dagskrá hátíðarinnar er að finna á vef HönnunarMars.

 

#borginokkar