Hverfin okkar

Reykjavík er fjölmennasta bæjarfélag landsins með 139.875 íbúa árið 2023. Borginni er skipt í tíu hverfi – Árbæ, Breiðholt, Grafarholt-Úlfarsárdal, Grafarvog, Háaleiti-Bústaði, Hlíðar, Kjalarnes, Laugardal, Miðborg og Vesturbæ. Hverfin eru nokkuð ólík hvað varðar stærð, íbúafjölda og íbúðarsamsetningu og því áhugavert að bera þau saman.

Í hverju hverfi eru skilgreindar sérstakar borgargötur. Borgargötur eru lykilgötur innan hvers hverfis og við þær standa gjarnan verslunar- og þjónustukjarnar hverfisins. Borgargötur geta sömuleiðis verið mikilvæg tenging milli hverfa og hverfishluta.

Teaserboxes
Miðborg

Saga miðborgarinnar er samofin sögu landsins og við hvert fótmál er saga. Íbúar miðborgarinnar eru stolti af sínu hverfi og velja að búa þar sem er iðandi mannlíf alla daga.

Vesturbær

Vesturbærinn er gróið og gamalt hverfi með langa og merkilega sögu.

Hlíðar

Hverfið er eitt af gömlu hverfunum í Reykjavík og er í göngufæri við miðbæinn og Nauthólsvík.

Laugardalurinn

Í hjarta dalsins má meðal annars finna gömlu þvottalaugarnar, Grasagarðinn, Kaffi Flóru, Fjölskyldu- og húsdýragarðinn og Skautahöllina.

Háaleiti og Bústaðir

Eitt fallegasta útivistarsvæði borgarinnar, Fossvogsdalurinn er staðsettur í hverfinu.

Árbær

Ein helsta útivistarperla borgarinnar, Elliðaárdalurinn er staðsettur í Árbæ.

Grafarholt og Úlfarsárdalur

Í göngufæri við hverfið eru náttúruperlur eins og Úlfarsfellið, Reynisvatn og Hólmsheiðin.

Breiðholt

Hverfið einkennist af líflegu hverfisstarfi og skemmtilegu mannlífi með áherslu á samskipti kynslóðana.

 

Grafarvogur

Hverfið markast af langri og fallegri sjávarsíðu sem umlykur hverfið að stórum hluta.

Kjalarnes

Kjalarnes er fámennasta hverfið í Reykjavík en á sama tíma það lang stærsta að flatarmáli enda á sjálf Esjan heimilisfesti þar.

#borginokkar