Listahátíð í Reykjavík

Listahátíð í Reykjavík fagnar fimmtíu ára afmæli sínu í ár og hefur undirbúningur veglegrar afmælishátíðar staðið yfir í hartnær tvö ár. Vegna breyttra aðstæðna í kjölfar Covid 19 verður Listahátíð 2020 haldin yfir allt árið, en farin verður sú óvenjulega leið að birta dagskránna alfarið án dagsetninga. 

Hver viðburður verður haldinn þegar öruggt þykir og íslenskt samfélag verður tilbúið til þess að taka við þeim.

Þema Listhátíðar 2020 er Heimar og má með sanni segja að heimar mætist á hátíðinni. Allt frá áströlskum nýsirkus til danssýningar fyrir ungabörn og myndlistar á heimsmælikvarða. Á hátíðinni flytur Víkingur Heiðar Ólafsson verk eftir Debussy og Rameau af nýútkominni hljómplötu sinni, nýtt verk eftir tónskáldið Önnu Þorvaldsdóttur og myndlistamannsins Sigurðar Guðjónssonar verður flutt í stjörnuveri Perlunnar og porti Listasafns Íslands verður umbreytt í manngerða strönd þar sem sigurverk Feneyjatvíæringsins á síðasta ári; Sun & Sea (Marina) verður flutt sleitulaust í tvo daga.  

Nánari upplýsingar á heimasíðu 

 

#borginokkar