Fringe festival performance
  • Heim
  • Reykjavík Fringe

Reykjavík Fringe

17.- 23. júní 2024

Jaðarlistahátíðin RVK Fringe hefur verið haldin árlega frá 2018. Hátíðin fer fram á mörgum sýningarstöðum í miðborg Reykjavíkur og fagnar fjölbreyttri list, t.d. leiklist, tónlist, sirkús og dansi, en einnig óvenjulegri og jaðarsettari listformum svo sem uppistandi, gjörningum, götulist og tölvuleikjum. Áhorfendur á öllum aldri geta fundið einhverja afþreyingu við hæfi og listamenn fá tækifæri til að mynda tengslanet gegnum ýmis námskeið, fyrirlestra og viðburði. RVKfringe.is

Sýningarstaðir eru misjafnir eftir árum, en hátíðin hefur t.d. sýnt verk í Tjarnarbíó, Þjóðleikhúskjallaranum, Iðnó, Mengi, Gauknum, Dubliner, Húsi Máls og Menningar, Gallerí Fold, Hlemmi Square, The Secret Cellar, Dillon, Hljómskálagarðinum, Listasafni Einars Jónssonar, Dansverkstæðinu, á götum borgarinnar og í heimahúsum.

Fringe hátíðir má finna um allan heim, en rætur þeirra má rekja til Edinborgar. Árið 1947, í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar, fæddist Alþjóðlega hátíðin í Edinborg af löngun til að lyfta upp andanum í samfélaginu eftir stríðið. Hátíðin var vandlega skipulögð og sýndi klassísk verk ásamt öðrum listgreinum með listafólki sem fékk boð á hátíðina. Átta leikfélög ákváðu hins vegar annað og voru staðráðin í að láta sjá sig og láta í sér heyra á þessari hátíð.

Óboðin höfðu þau frumkvæði að því að setja upp sínar eigin sýningar á smærri, óhefðbundnari stöðum þar sem allir opinberir staðir voru fullbókaðir. Árið eftir skrifaði blaðamaður og leikritahöfundur: "Í jaðri opinberrar leiklistar á hátíðinni virðist vera meira einkaframtak en áður ... ég er hrædd um að sum okkar muni ekki vera heima á kvöldin!" - Og jaðar (Fringe) leikhúshreyfingin varð til! Árið 1958 var þróunin formlega viðurkennd og studd með stofnun Edinborgarhátíðarinnar Fringe Society.

Í dag hefur Edinborgarhátíð Fringe vaxið langt fram úr upprunalegri stærð sinni og býður upp á allar listgreinar án takmarkana. Hún er nú stærsta listahátíð heims og tekur yfir allan ágústmánuð ár hvert. Fringe hátíðir eru til um allan heim og eru af öllum stærðum og gerðum, um 250-300 talsins. Hvort sem það er leikhús, uppistand, dans, ljóð, burlesque, drag, götugjörningur, uppsetningarlist, hreyfi list eða hvers kyns listsköpun - þú nefnir það, Fringe Festival hefur sett það upp.

Og Reykjavík Fringe er ekkert öðruvísi. Við fögnum öllum listgreinum alls staðar að úr heiminum og glæðum Reykjavík fjölbreyttu grasrótar lífi yfir hásumarið!

Meira á heimasíðu

#borginokkar