08_bkpm-4097
  • Heim
  • Músíktilraunir

Músíktilraunir

10.- 16. mars 2024

Músíktilraunir er tónlistarhátíð sem stendur yfir í 5 daga á vorin. Hátíðin á sér 40 ára sögu en fyrstu tilraunirnar fóru fram árið 1982. Ungmenni á aldrinum 13-25 ára geta sótt um þátttöku með því að senda inn umsókn á heimasíðu tilraunanna.

Undanúrslit 2024 eru 10.-13. mars í Norðurljósum, Hörpu og úrslit eru 16. mars á sama stað. Ungmenni á aldrinum 13 til 25 ára geta sótt um þátttöku með því að senda inn umsókn á heimasíðunni.

Undankvöld tilraunanna eru 4-5 kvöld þar sem um 40-50 tónlistaratriði keppa að því takmarki að komast áfram á úrslitakvöldið. Um 10-12 hljómsveitir fara venjulega áfram í úrslit.

Að taka þátt í Músíktilraunum er frábær upplifun og ómetanleg reynsla fyrir upprennandi og skapandi tónlistarfólk.

Undanfarin ár hefur úrslitakvöldinu verið útvarpað um land allt á Rás 2, auk þess sem að RÚV streymir beint frá úrslitakvöldinu og vinnur sjónvarpsþátt sem sýndur er síðar.

Hitt Húsið stendur að skipulagningu Músíktilrauna og býr þeim glæsilega umgjörð, hvort sem litið er til húsnæðis, starfsfólks eða tæknilega hlutans.

Músíktilraunir er samstarfsaðili að Stage Europe Network.

Músíktilraunirnar veita frábært tækifæri til þess að fylgjast með grasrótinni í íslensku tónlistarlífi og hafa hljómsveitir á borð við Of Monsters and Men, Samaris, Vök, Mínus og Mammút borið sigur úr bítum.

  • Skráning fyrir þátttakendur verður frá 5.-19.febrúar 2024
  • Þátttökugjald er 3.800 krónur fyrir hvern einstakling/hljómsveitarmeðlim árið 2024.

  • Músíktilraunir eru ætlaðar ungu fólki á aldrinum 13-25 ára. Framkvæmdarnefnd Músíktilrauna áskilur sér þann rétt að hafna hljómsveitum um þátttöku ef: sýnishorn(demo) það sem berst stenst ekki tónlistarlegar lágmarkskröfur sem gerðar eru til keppninnar, þátttökugjald hefur ekki verið greitt fyrir tilskilinn tíma eða af öðrum ástæðum.

  • Á hverju undankvöldi skal hljómsveit flytja tvö frumsamin lög. Heildartími þeirra skal ekki vera meiri en 10 mínútur. Á úrslitakvöldi flytur hver hljómsveit þrjú frumsamin lög. Ekki er skylda að spila sömu tvö lögin frá undankvöldum í úrslitum. Heildartími þeirra skal ekki vera meiri en 12-15 mínútur.

  • Á hverju undankvöldi velur salur eina hljómsveit/ tónlistaratriði áfram í úrslit og dómnefnd jafnframt eina hljómsveit/tónlistaratriði.

www.musiktilraunir.is

www.facebook.com/musiktilraunir

Icelandair er aðalbakhjarl Músíktilrauna.

#borginokkar