Menningarnótt23
  • Heim
  • Menningarnótt

Menningarnótt

24. Ágúst 2024

Menningarnótt er afmælishátíð Reykjavíkurborgar og er markmiðið að hvetja borgarbúa til þátttöku með því að beina kastljósinu að því fjölbreytta og ríkulega framboði af viðburðum og kraftmikilli menningarstarfsemi sem borgin hefur upp á að bjóða. Menningarnótt var haldin í fyrsta sinn árið 1996 og hefur frá upphafi skipað mikilvægan sess í viðburðahaldi í borginni þar sem listafólk, íbúar, rekstraraðilar fá tækifæri til að bjóða til veislu í miðborginni. 

Segja má að hátíðin sé hápunktur sumarsins þar sem skemmtilegir viðburðir lita mannlífið í miðborginni frá morgni til kvölds. Hátíðin er fyrir alla borgarbúa og gesti sem vilja taka þátt í hátíðinni og skemmta sér. Það er orðin hefð hjá mörgum fjölskyldum og vinahópum að mæla sér mót á Menningarnótt og eiga skemmtilegan dag saman. 

Allir viðburðir sem fara fram á Menningarnótt eru öllum að kostnaðarlausu. Ekki er hægt að tryggja ótakmarkað aðgengi á alla viðburði en misjafnt er hvar viðburðir fara fram. Sums staðar þarf að taka tillit til fjöldatakmarkana – en allir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á Menningarnótt.

Fólk er eindregið hvatt til að nýta sér rafskútur eða hjól sem eru vistvænn samgöngumáti til að komast til og frá miðborginni á Menningarnótt.  

Við hlökkum til að gleðjast saman.

Nánari upplýsingar á heimasíðu

 

#borginokkar