ÍSABROT– jöklar í íslenskri myndlist

Hverfisgata 12, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Safnahúsið við Hverfisgötu
23, apríl 2024 - 28, apríl 2024 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 10.00 - 17.00

Vefsíða http://www.listasafn.is
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

ÍSABROT– jöklar í íslenskri myndlist
Nemendur í leik- grunn- og framhaldsskólum um allt land sýna afrakstur rannsóknarverkefnis og listsköpunar sinnar á veglegri yfirlitssýningu í Listasafni Íslands á Barnamenningarhátíð. Síðastliðið skólaár hafa nemendurnir unnið með listamönnum og sérfræðingum Listasafnsins að eigin rannsókn á jöklum, bæði í náttúrunni og í íslenskri myndlist á skapandi og þverfaglegan hátt. Á sýningartímanum vinnur myndlistarkonan Jóní Jóns gjörning með leikskólanemendum og bætist afrakstur hans þá við sýninguna. Sýningin er haldin í lestrarsal Safnahússins við Hverfisgötu og er opin almenningi á öllum aldri á opnunartíma safnsins. Ísabrot – jöklar í íslenskri myndlist er heildstætt verkefni sem unnið er í samstarfi safnsins, listamanna og skóla. Verkefnið er styrkt af Barnamenningarsjóði.

Sýningarstjórn og umsjón verkefnis: Ingibjörg Hannesdóttir

Myndlistarmenn/leiðbeinendur og titill smiðja:
Ellen Gunnarsdóttir – Hvað ef jöklar gætu talað?
Linda Ólafsdóttir – Hvað leynist inni í jökli?
Guðrún Gunnarsdóttir – Form og áferð jökla
Anna Júlía Friðbjörnsdóttir – Skilaboð frá geimnum
Þórður Hall – Litheimur jökla
Úlfur Hansson – Hljóðheimur jökla
Þorsteinn Eyfjörð – Hreyfing skriðjökla, tilraunasmiðja
Rósa Sigrún Jónsdóttir – Jöklar og jurtir
Jóní Jóns – Jöklagjörningur
Skólar sem eiga verk á sýningunni:
Grunnskóli Hornafjarðar
Grunnskólinn í Snæfellsbæ
Hagaskóli
Landakotsskóli
Leikskólinn Laufásborg
Menntaskólinn í Borgarfirði
Menntaskólinn á Egilsstöðum
Vesturbæjarskóli
Vogaskóli
Víkurskóli
Á meðan á Barnamenningarhátíð stendur er frítt fyrir fullorðna í fylgd barna á allar sýningar safnsins, bæði í Safnahúsinu og á Fríkirkjuvegi.
Öll auglýst dagskrá safnsins á Barnamenningarhátíð er ókeypis fyrir gesti hátíðarinnar.

Svipaðir viðburðir

Tungumálablóm - gagnalist
Draumaskólinn minn - ókeypis smiðja f. 1.-7. bekk
Krakkar sýna leikrit
Hvíldartónleikar með Sigga&Ingibjörgu
Lýðræði dýranna? Ókeypis fjölskyldusmiðja.
Fellakrakkar
Trúðalæti
Uppáhalds dýrin okkar
Celebs
Börnin endurskapa þjóðminjar
Hvíta tígrisdýrið
Reflar og skildir
Sagan af Gýpu
Kóngaklæði, kanína og Hvalsá
Syngdu mér sögu
Gróður í Grafarvogi
Lúðrasveitin Svanur
Gamla Reykjavík - Krakkaleiðsögn á táknmáli
Alheimur, hvað er hljóð?
Krakkaþing Fíusólar - Opin dagskrá

#borginokkar