Eldur, ís og mjúkur mosi

Varmahlíð 1, 105 Reykjavík

Dagsetningar
Perlan
23, apríl 2024 - 28, apríl 2024 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 09.00 - 17.00

Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Sýningin Eldur, ís og mjúkur mosi er afrakstur samstarfs Vatnajökulsþjóðgarðs, Náttúruminjasafns Íslands, sex grunn- og leikskóla í nágrenni þjóðgarðsins auk eins á höfuðborgarsvæðinu, og breiðs hóps hönnuða og listafólks í heimabyggð skólanna.

Verkefnið miðaði að því að beisla sköpunarkraft barnanna, sem fengu þýðingarmikinn vettvang til að túlka náttúru garðsins, verndargildi hans og sögu með aðstoð hönnuða og listafólks í fremstu röð. Í gegnum listræn ferli sköpuðust dýrmætar tengingar milli barnanna og Vatnajökulsþjóðgarðs, sem auka á meðvitund framtíðarkynslóðanna um þá sameign þjóðarinnar sem þjóðgarðurinn er.
Eldur, ís og mjúkur mosi er samsýning nemenda í Egilsstaðaskóla, Grunnskóla Hornafjarðar, Grunnskólans í Hofgarði, Kirkjubæjarskóla, Reykjahlíðarskóla, Urriðaholtsskóla og Öxarfjarðarskóla.

Sýningin er hluti af Barnamenningarhátíð í Reykjavík og Hönnunarmars og stendur yfir 23. – 28. apríl í sýningarrými Náttúruminjasafns Íslands á 2. hæð Perlunnar. Í tilefni sýningarinnar mun Hanna Dís Whitehead leiða skapandi hönnunarsmiðju innblásna af sýningunni laugardaginn 27. apríl kl. 14-16.

Eftirfarandi listafólk og hönnuðir tóku þátt í verkefninu með nemendum: Brynhildur Kristinsdóttir, Eva Bjarnadóttir, Hanna Dís Whitehead, Íris Lind Sævarsdóttir, Jennifer Patricia Please, Sigríður Sunna Reynisdóttir í ÞYKJÓ, Sóley Stefánsdóttir, Una Margrét Árnadóttir og Örn Alexander Ámundason.

Verkefnið er styrkt af Barnamenningarsjóði Íslands.

Svipaðir viðburðir

Hljóðön – „Ég trúi á betri heim“
Undrabörn - hæfileikjakeppni Undralands
Sumardagurinn fyrsti á Árbæjarsafni
skart:gripur – hádegisleiðsögn á HönnunarMars
Krakkar kenna krökkum - Leiklistarsmiðja
Draumaskólinn minn - ókeypis smiðja f. 1.-7. bekk
Krakkar sýna leikrit
Hvíldartónleikar með Sigga&Ingibjörgu
Lýðræði dýranna? Ókeypis fjölskyldusmiðja.
Trúðalæti
Syngdu mér sögu
Hvíta tígrisdýrið
Sagan af Gýpu
Lúðrasveitin Svanur
Alheimur, hvað er hljóð?
Kósýhorn Borgarbókasafnsins
Maximús Músíkús
Gamla Reykjavík - Krakkaleiðsögn á táknmáli
Tumi fer til tunglsins
Opnunarhátíð UNGA sviðslistahátíðar

#borginokkar