Hljóðön – „Ég trúi á betri heim“

Strandgata 34, 220 Hafnarfjörður

Dagsetningar
Hafnarborg – menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar
28, apríl 2024
Opið frá: 20.00 - 21.00

Vefsíða https://www.hafnarborg.is
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Sunnudaginn 28. apríl kl. 20 fara fram í Hafnarborg tónleikar Mathiasar Halvorsens, píanóleikara, og Gunnars Gunnsteinssonar, tónskálds. Flutt verða verk Gunnars úr verkaröðinni Stefnuyfirlýsing húsvarðar, ásamt því sem heyra má verk Richards Wagners og Johanns Sebastians Bachs endurmótuð af Mathiasi Halvorsen. Tónleikarnir eru hluti af samtímatónleikaröð Hafnarborgar, Hljóðönum.

Yfirskrift tónleikanna, „Ég trúi á betri heim“, er fengin úr verki tónskáldsins Gunnars Gunnsteinssonar, Stefnuyfirlýsingu húsvarðar (e. A Janitor's Manifesto) sem Gunnar mun koma til með að flytja á tónleikunum. Verkaröð Gunnars er samansafn frásagna úr uppdiktuðum sagnaheimi húsvarðar sem endurspeglar á skapandi hátt samtíma okkar á þessum frumstigum fjórðu iðnbyltingarinnar.

Píanóleikarinn Mathias Halvorsen afhjúpar afstöður samtímans til listarinnar og beinir sjónum að vægi sögunnar í samtímanum, með endurliti í söguna þar sem hann endurmótar hljóð- og hugmyndaheim þekktra verka tónlistarsögunnar úr fórum tónskáldanna Bachs (1685-1750) og Wagners (1813-1883). Þá má til gamans geta að við þetta tækifæri mun í fyrsta sinn heyrast tónlist frá á 18. og 19. öldinni á tónleikum Hljóðana.

Aðgöngumiðar eru seldir í Hafnarborg: almennt miðaverð er 2.500 krónur og er verð fyrir eldri borgara og námsmenn 1.500 krónur.

Hljóðön, samtímatónleikaröð Hafnarborgar, er sérstaklega tileinkuð tónlist 20. og 21. aldar, þar sem einstök hugmyndaauðgi og listræn glíma tónskálda leiða áheyrendur inn á áður ókunnar slóðir en tónleikaröðin hefur verið hluti af dagskrá Hafnarborgar síðan 2013. Tónleikarnir njóta stuðnings Tónlistarsjóðs.

Svipaðir viðburðir

Krakkar kenna krökkum - Leiklistarsmiðja
Hljóðön – „Ég trúi á betri heim“
Sumardagurinn fyrsti á Árbæjarsafni
Undrabörn - hæfileikjakeppni Undralands
skart:gripur – hádegisleiðsögn á HönnunarMars
Tungumálablóm - gagnalist
Draumaskólinn minn - ókeypis smiðja f. 1.-7. bekk
Krakkar sýna leikrit
Hvíldartónleikar með Sigga&Ingibjörgu
Lýðræði dýranna? Ókeypis fjölskyldusmiðja.
Stemmari
Nýjustu töfrar og vísindi
Prakkarasmiðjan
Uppáhalds dýrin okkar
Fellakrakkar
Börnin endurskapa þjóðminjar
Celebs
Litli Punktur og stóri Punktur
Reflar og skildir
Kóngaklæði, kanína og Hvalsá

#borginokkar