Flóð

Tryggvagata 17, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Hafnarhús
13, júlí 2024 - 08, september 2024 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 10.00 - 17.00

Vefsíða https://www.listahatid.is/vidburdir/flod
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Alltumlykjandi innsetningar eftir Jónsa í Sigur Rós

Fyrsta einkasýning Jónsa í Evrópu verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur á opnunardegi Listahátíðar.

Verk Jónsa eru hvert um sig heill heimur þar sem rými, hljóð, ljós og ilmur mynda órofa heild. Náttúran er í öndvegi, allt í senn sem viðfangsefni og efniviður. Jónsi sækir hughrif í ferli eins og sjávarföll og veðrun en einnig í öndun og flæði líkamans. Verkin eru manngerð en virkni þeirra á áhorfendur er óræð og marglaga, rétt eins og upplifun okkar af náttúru. Þau höfða til ólíkra skynfæra og kalla fram djúpa tengingu manns og umhverfis, hér og nú, í viðstöðulausri hringrás. Undir yfirborðinu ólga kraftar sem geta brotist fram og hellst yfir okkur með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

Jónsi (Jón Þór Birgisson) kom fyrst fram á sjónarsviðið sem forsprakki hljómsveitarinnar Sigur Rósar en hefur undanfarna tvo áratugi unnið þvert á listmiðla. Sem myndlistarmaður hefur hann m.a. haldið einkasýningar í Museum of Old and New Art (MONA) í Tasmaníu, Norræna safninu, Seattle og Art Gallery of Ontario, Toronto. Hann hefur undanfarin ár búið í Los Angeles, Bandaríkjunum.

Svipaðir viðburðir

Uppskeruhátíð – Marta Staworowska gullsmiður
Á mínu máli: skart:gripur – leiðsögn á pólsku
Allir með
Hvað er mold?
Það sem vantar – Myndlistarsýning Hinsegin félagsmiðstöðvarinnar
Listasýning Laugó
Gægjusýning - Ekki kíkja, þetta er list
skart:gripur
Síðdegistónar í Hafnarborg – Blúsband Maríu
Myndlistarsýning Hinsegin félagsmiðstöðvarinnar
Myndlistarsýning S78 og Tjarnarinnar
Reflar og skildir
Together | Palestínsk útsaumssmiðja
BIRKIÐ Í VERKUM ÁSGRÍMS JÓNSSONAR – Birkirannsókn
ÍSABROT– jöklar í íslenskri myndlist
Framtíðarblóm
Eldur, ís og mjúkur mosi
Hinsegin Prom
Byggingarlist, Breiðholtið og borgin okkar
Börnin endurskapa þjóðminjar

#borginokkar