Síðdegistónar í Hafnarborg – Blúsband Maríu

Strandgata 34, 220 Hafnarfjörður

Dagsetningar
Hafnarborg – menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar
19, apríl 2024
Opið frá: 18.00 - 19.00

Vefsíða https://www.hafnarborg.is
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Föstudaginn 19. apríl kl. 18 mun Blúsband Maríu Magnúsdóttur koma fram á næstu Síðdegistónum í Hafnarborg en Blúsband Maríu er nýstofnuð hljómsveit. Hljómsveitina skipa stórsöngkonan María Magnúsdóttir, reynsluboltinn Andrés Þór Gunnlaugsson á gítar, Birgir Steinn Theodorsson, sem handleikur bassann af einskærri snilld, og hin fjölhæfa Sólrún Mjöll Kjartansdóttir á trommur.

Á efnisskrá kvöldsins verða gamlir blúsar í nýjum útsetningum ásamt nýju efni sem snertir á gullöld sálartónlistarinnar. Þá heiðrar hljómsveitin listamenn á borð við Robert Johnson, Bessie Smith, Ettu James, Beth Hart og Tom Waits.

Tónleikarnir standa í um klukkustund og er aðgangur ókeypis.

Tónleikaröðin er styrkt af Hafnarfjarðarbæ, Tónlistarsjóði Rannís og Menningarsjóði FÍH.

Svipaðir viðburðir

Uppskeruhátíð – Marta Staworowska gullsmiður
Á mínu máli: skart:gripur – leiðsögn á pólsku
Allir með
Listasýning Laugó
Gægjusýning - Ekki kíkja, þetta er list
Hvað er mold?
Sjálfsmyndir og minningar
Það sem vantar – Myndlistarsýning Hinsegin félagsmiðstöðvarinnar
skart:gripur
Ertu normal? Ljósmyndasýning
Síðdegistónar í Hafnarborg – Blúsband Maríu
Myndlistarsýning Hinsegin félagsmiðstöðvarinnar
Tónleikar með Skólahljómsveit Vesturbæjar og Miðbæjar
Myndlistarsýning S78 og Tjarnarinnar
Together | Palestínsk útsaumssmiðja
Reflar og skildir
BIRKIÐ Í VERKUM ÁSGRÍMS JÓNSSONAR – Birkirannsókn
ÍSABROT– jöklar í íslenskri myndlist
Framtíðarblóm
Eldur, ís og mjúkur mosi

#borginokkar