Allir með

Tryggvagata 15, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Borgarbókasafnið Grófinni
23, apríl 2024 - 28, apríl 2024 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 10.30 - 18.30

Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Að haldast í hendur og ganga í takt sem ein heild getur reynst flókið. Hindranir leynast víða sem flækjast fyrir og hægt er að hrasa um. Eina leiðin áfram er að takast á við þær í sameiningu, en flest er hægt að leysa ef við styðjum hvort annað og leiðumst í gegnum þá þrautabraut sem heimurinn bíður upp á.

Allir með er samsýning listaverka eftir nemendur í leikskólunum Ævintýraborg (Eggertsgötu og Nauthólsvegi), Grænuborg, Miðborg og Tjörn (Öldugötu og Tjarnargötu) á vegum Barnamenningarhátíðar 2024. Sýningin opnar á Torginu á fyrstu hæð Borgarbókasafnsins í Grófinni þriðjudaginn 23. apríl kl. 10.30 og stendur til 28. apríl.

Verkin á sýningunni urðu til út frá þema hátíðarinnar 2024 sem er lýðræði. Samvinna, vinátta, umhverfi og tungumál einkenna sýninguna en öll verkin leiða okkur á mismunandi slóðir í gegnum hugarheim þessara allra yngstu listamanna.

Svipaðir viðburðir

Uppskeruhátíð – Marta Staworowska gullsmiður
Á mínu máli: skart:gripur – leiðsögn á pólsku
Allir með
Hvað er mold?
Það sem vantar – Myndlistarsýning Hinsegin félagsmiðstöðvarinnar
Listasýning Laugó
Gægjusýning - Ekki kíkja, þetta er list
skart:gripur
Síðdegistónar í Hafnarborg – Blúsband Maríu
Myndlistarsýning Hinsegin félagsmiðstöðvarinnar
Myndlistarsýning S78 og Tjarnarinnar
Reflar og skildir
Together | Palestínsk útsaumssmiðja
BIRKIÐ Í VERKUM ÁSGRÍMS JÓNSSONAR – Birkirannsókn
ÍSABROT– jöklar í íslenskri myndlist
Framtíðarblóm
Eldur, ís og mjúkur mosi
Hinsegin Prom
Byggingarlist, Breiðholtið og borgin okkar
Regnbogi meistarans

#borginokkar