Together | Palestínsk útsaumssmiðja

Hamraborg 4, 200 Kópavogur

Dagsetningar
Gerðarsafn
20, apríl 2024
Opið frá: 13.00 - 15.00

Vefsíða https://menning.kopavogur.is/event/together-palestinsk-utsaumssmidja/
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Velkomin í fjöltyngda listsmiðju sem leiðir saman menningarheima í gegnum palestínsku útsaumshefðina tatreez. Leiðbeinendur eru Oroob AbuShawareb og Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir.

Nánar:

Palestínska útsaumshefðin tatreez er lifandi og frjó handverkshefð sem byggir á aldagömlum grunni og hefur verið á skrá UNESCO yfir óáþreifanlegan menningaraf heimsins frá 2021. Hefðin einkennist af fjölbreyttum og litríkum mynstrum sem saumuð eru út á fatnað, fylgihluti og hvers konar heimilisprýði og hefur gegnt mikilvægu hlutverki í frelsisbaráttu Palestínu um áratugaskeið.

Hér gefst kostur á að kynnast þessari merkilegu hefð og spreyta sig á ólíkum mynstrum. Smiðjan er á arabísku, ensku og íslensku.

Smiðjan er opin öllum aldri, en verkefni hennar henta þó best fjölskyldum með börn eldri en 6 ára. Boðið verður upp á auðveldari verkefni fyrir yngri gesti. Hægt er að koma við á þeim tíma sem hentar hverjum og einum og dvelja eins lengi og hentar. Gert er ráð fyrir að börn mæti í fylgd fullorðinna. Aðgangur ókeypis og öll hjartanlega velkomin.

Svipaðir viðburðir

Uppskeruhátíð – Marta Staworowska gullsmiður
Á mínu máli: skart:gripur – leiðsögn á pólsku
Allir með
Hvað er mold?
Það sem vantar – Myndlistarsýning Hinsegin félagsmiðstöðvarinnar
Listasýning Laugó
Gægjusýning - Ekki kíkja, þetta er list
Síðdegistónar í Hafnarborg – Blúsband Maríu
Myndlistarsýning Hinsegin félagsmiðstöðvarinnar
skart:gripur
Myndlistarsýning S78 og Tjarnarinnar
Reflar og skildir
Together | Palestínsk útsaumssmiðja
BIRKIÐ Í VERKUM ÁSGRÍMS JÓNSSONAR – Birkirannsókn
ÍSABROT– jöklar í íslenskri myndlist
Framtíðarblóm
Eldur, ís og mjúkur mosi
Hinsegin Prom
Byggingarlist, Breiðholtið og borgin okkar
Regnbogi meistarans

#borginokkar