BIRKIÐ Í VERKUM ÁSGRÍMS JÓNSSONAR – Birkirannsókn

Fríkirkjuvegur 7, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Listasafn Íslands
23, apríl 2024 - 28, apríl 2024 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 10.00 - 17.00

Vefsíða http://www.listasafn.is
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Samsýning á afrakstri nemenda á leik- og grunnskólaaldri úr listasmiðjum tengdum birki meðfram skoðun á listaverkum Ásgríms Jónssonar, þar sem hann gerði birki að viðfangsefni í ferðum sínum um landið, t.d. á Þingvöllum og í Húsafelli. Friðrik Aspelund skógfræðingur og Ásthildur Jónsdóttir héldu listasmiðjur í desember með börnunum. Griðarstaðir í náttúrunni og litanotkun voru var til sérstakrar umfjöllunar í smiðjunni. Einnig fengu nemendur fræðslu um birki og birkiskóga á Íslandi. Ilmbjörkin er eina innlenda tré landsins sem myndar skóga. Við landnám er talið að allt að þriðjungur Íslands hafi verið þakinn birkiskógi. Nemendur ræddu hvers vegna hann hvarf og hvers vegna vaxtarlag birkiskóga hefur breyst frá landnámi.

Sýningarstjórn og umsjón verkefnis: Ásthildur Jónsdóttir

Leiðbeinendur/kennarar:
Ásthildur Jónsdóttir
Friðrik Aspelund skógfræðingur
Hjörný Snorradóttir
Sesselja Tómasdóttir

Skólar sem eiga verk á sýningunni:
Hagaskóli
Húsaskóli
Leikskólinn Múlaborg
Leikskólinn Ævintýraborg
Waldorfskólinn Sólstafir
Á meðan á Barnamenningarhátíð stendur er frítt fyrir fullorðna í fylgd barna á allar sýningar safnsins, bæði í Safnahúsinu og á Fríkirkjuvegi.
Öll auglýst dagskrá safnsins á Barnamenningarhátíð er ókeypis fyrir gesti hátíðarinnar.

Svipaðir viðburðir

Börnin endurskapa þjóðminjar
Reflar og skildir
Lúðrasveitin Svanur
Kóngaklæði, kanína og Hvalsá
Alheimur, hvað er hljóð?
Opnunarhátíð UNGA sviðslistahátíðar
Kósýhorn Borgarbókasafnsins
Maximús Músíkús
Tumi fer til tunglsins
Uppáhalds dýrin okkar
Hljómferðalag með Dj. Flugvél og geimskip
Gróður í Grafarvogi
Stemmari
Fellakrakkar
Celebs
Syngdu mér sögu
Opnun sýningarinnar VAXTAVERKIR
HönnunarMars: Mannlif, byggð og bæjarrými
HönnunarMars: Híbýlaauður
HönnunarMars: Nýting og nægjusemi

#borginokkar