skart:gripur

Strandgata 34, 220 Hafnarfjörður

Dagsetningar
Hafnarborg – menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar
06, apríl 2024 - 26, maí 2024 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 12.00 - 17.00

Vefsíða https://www.hafnarborg.is
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Skart hefur fylgt mannkyninu frá örófi alda. Þörfin til að skreyta líkama og klæði með skarti er frumstæð og hefur djúpar rætur í menningarsögu allra þjóða. Skartgripir gegna stöðu tungumáls í menningu okkar og samfélagi. Þeir eru frásögn, tákna stöðu, miðla persónuleika og senda skilaboð.

Þá endurspeglar sýningin margbreytileika í efnistökum, aðferðum og nálgun í skartgripagerð hér á landi. Gripirnir á sýningunni eru eftir fjölbreyttan hóp gullsmiða, skartgripahönnuða og listamanna sem varpa ljósi á skartið í samtíma okkar.

Þátttakendur eru Anna María Pitt, Arna Gná Gunnarsdóttir, Ágústa Arnardóttir, Helga Mogensen, Hildur Ýr Jónsdóttir, James Merry, Katla Karlsdóttir, Marta Staworowska og Orr.

Sýningarstjóri er Brynhildur Pálsdóttir.

Sýningin er hluti af HönnunarMars 2024.

Svipaðir viðburðir

Uppskeruhátíð – Marta Staworowska gullsmiður
Á mínu máli: skart:gripur – leiðsögn á pólsku
Allir með
Gægjusýning - Ekki kíkja, þetta er list
Hvað er mold?
Sjálfsmyndir og minningar
Það sem vantar – Myndlistarsýning Hinsegin félagsmiðstöðvarinnar
Listasýning Laugó
skart:gripur
Ertu normal? Ljósmyndasýning
Síðdegistónar í Hafnarborg – Blúsband Maríu
Myndlistarsýning Hinsegin félagsmiðstöðvarinnar
Tónleikar með Skólahljómsveit Vesturbæjar og Miðbæjar
Myndlistarsýning S78 og Tjarnarinnar
Reflar og skildir
Together | Palestínsk útsaumssmiðja
BIRKIÐ Í VERKUM ÁSGRÍMS JÓNSSONAR – Birkirannsókn
ÍSABROT– jöklar í íslenskri myndlist
Framtíðarblóm
Eldur, ís og mjúkur mosi

#borginokkar