Gægjusýning - Ekki kíkja, þetta er list

Skólavörðustígur 3, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Myrkraverk Gallery
23, apríl 2024 - 06, maí 2024 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 16.00 - 18.00

Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Uppfyllum þörfina fyrir að gæjast, leggjumst á gatið og laumumst til að skoða nýja sýningu Telmu Har í Myrkraverk Gallery.
Sýningin Don’t look it’s art opnar í Myrkraverk Gallery á Skólvörðustíg 3 miðvikudaginn 23. apríl kl. 16.

Áhorfendur standa fyrir utan gallerýið og horfa inn í gegnum gæjugat á glugga.

Sýningin samanstendur af ljósmyndum sem eru klipptar út og settar saman og gefa þrívíddar áhrif. Listakonan blandar saman ýmsu efni svo sem hári og útsaum sem svo rennur saman við úrklippurnar. Markmiðið er að gefa áhorfanda sjónræna upplifun á draumkenndan hátt og á sama tíma uppfylla þörf okkar til að gægjast og skoða hið óþekkta eða einfaldlega fullnægja forvitni okkar.

Sýningin mun opna 23. apríl í Myrkraverk gallery á Skólavörðustíg 3 og mun standa til 6. maí.

Öll hjartanlega velkomin að leggjast á grúfu á gluggann og kíkja inn í draumaheiminn.

Svipaðir viðburðir

Uppskeruhátíð – Marta Staworowska gullsmiður
Á mínu máli: skart:gripur – leiðsögn á pólsku
Allir með
Listasýning Laugó
Gægjusýning - Ekki kíkja, þetta er list
Hvað er mold?
Sjálfsmyndir og minningar
Það sem vantar – Myndlistarsýning Hinsegin félagsmiðstöðvarinnar
skart:gripur
Ertu normal? Ljósmyndasýning
Síðdegistónar í Hafnarborg – Blúsband Maríu
Myndlistarsýning Hinsegin félagsmiðstöðvarinnar
Tónleikar með Skólahljómsveit Vesturbæjar og Miðbæjar
Myndlistarsýning S78 og Tjarnarinnar
Together | Palestínsk útsaumssmiðja
Reflar og skildir
BIRKIÐ Í VERKUM ÁSGRÍMS JÓNSSONAR – Birkirannsókn
ÍSABROT– jöklar í íslenskri myndlist
Framtíðarblóm
Eldur, ís og mjúkur mosi

#borginokkar