Sjálfsmyndir og minningar

Hamraborg 4, 200 Kópavogur

Dagsetningar
Gerðarsafn
24, apríl 2024
Opið frá: 12.15 - 13.00

Vefsíða https://gerdarsafn.kopavogur.is/event/sjalfsmyndir-og-minningar/
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Gunnþórunn Guðmundsdóttir bókmennafræðingur fjallar um minningar, sjálfsmyndir og tengsl þeirra við efnislega hluti í hádegisspjalli á Gerðarsafni. Erindið er haldið í tilefni af sýningu Sóleyjar Ragnarsdóttur, Hjartadrottningu, þar sem servíettusöfn allt frá miðri síðustu öld mynda hugmyndalegan grunn sýningarinnar.

Fyrirlestur Gunnþórunnar fer fram inni i sýningu Sóleyjar. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir.

———

Á sýningunni Hjartadrottning birtist áhorfendum heillandi hugar- og efnisheimur myndlistarkonunnar Sóleyjar Ragnarsdóttur. Ofurskrautleg málverk og skúlptúrar af ýmsum stærðum og gerðum, fagurlega málaðir veggfletir og sérhannað veggfóður auk sýningarborða með einstöku servíettusafni skapa hér eina heild svo úr verður malerísk innsetning.

Sýningin er í tveim hlutum og samstarfsverkefni Gerðarsafns og Augustiana Kunstpark & Kunsthal á sunnanverðu Jótlandi.

Sýningarstjóri er Heiðar Kári Rannversson.

——–

Gunnþórunn Guðmundsdóttir er prófessor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Rannsóknarsvið hennar er einkum samtímabókmenntir frá ýmsum löndum og hefur hún rannsakað og kennt námskeið um sjálfsævisöguleg skrif af ýmsum toga; allt frá bernskuminningum rithöfunda til sjálfstjáningar á samfélagsmiðlum. Minnið í öllum sínum birtingarmyndum hefur verið helsta viðfangsefni Gunnþórunnar undanfarin ár og þá hvernig við festum fortíðina á blað.

———-

Menning á miðvikudögum er styrkt af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.

Svipaðir viðburðir

Uppskeruhátíð – Marta Staworowska gullsmiður
Á mínu máli: skart:gripur – leiðsögn á pólsku
Allir með
Það sem vantar – Myndlistarsýning Hinsegin félagsmiðstöðvarinnar
Listasýning Laugó
Gægjusýning - Ekki kíkja, þetta er list
Hvað er mold?
Sjálfsmyndir og minningar
skart:gripur
Ertu normal? Ljósmyndasýning
Síðdegistónar í Hafnarborg – Blúsband Maríu
Myndlistarsýning Hinsegin félagsmiðstöðvarinnar
Tónleikar með Skólahljómsveit Vesturbæjar og Miðbæjar
Myndlistarsýning S78 og Tjarnarinnar
Together | Palestínsk útsaumssmiðja
Reflar og skildir
BIRKIÐ Í VERKUM ÁSGRÍMS JÓNSSONAR – Birkirannsókn
ÍSABROT– jöklar í íslenskri myndlist
Framtíðarblóm
Eldur, ís og mjúkur mosi

#borginokkar