Páskaeggjaleit í Viðey

Skarfagarðar 3, 104 Reykjavík

Dagsetningar
Viðey
23, mars 2024
Opið frá: 11.30 - 14.00

Vefsíða https://elding.is/is/paskaeggjaleit-i-videy
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Kæru vinir, nú getið þið tekið gleði ykkar því hin árlega og vinsæla páskaeggjaleit Eldingar fer fram í Viðey laugardaginn 23. mars í samstarfi við Viðeyjarstofu og Borgarsögusafn Reykjavíkur.

Páskaeggjaleitin er frískandi leikur í fallegri náttúru sem öll fjölskyldan ætti að geta haft gaman af. Leikurinn gengur út á að finna lítil súkkulaði páskaegg en einnig verða nokkrir stærri vinningar fyrir þá sem finna "sérstök egg". Sérmerkt svæði fyrir yngstu kynslóðina (6 ára og yngri) verður á leiksvæðinu á bak við Viðeyjarstofu.

Siglingar hefjast kl. 11:30 frá Skarfabakka og siglt er reglulega yfir þar til leikurinn verður ræstur kl. 12:30 við Viðeyjarstofu. Við biðjum gesti um að fylgja leiðbeiningum starfsfólks varðandi rástíma og leitarsvæði á eyjunni og hafa í huga að leikurinn er ætlaður börnum. Við minnum kappsama á að gæta hófs svo allir getið notið leiksins.
Í Viðeyjarstofu verður hægt að kaupa ljúffengar veitingar sem gott er að njóta innandyra jafnt sem utan. Fyrir þau sem vilja gæða sér á nesti er fín aðstaða bak við Viðeyjarstofu. Minnum á skemmtilegar gönguleiðir um Viðey fyrir þá gesti sem vilja njóta frekari útiveru og skoða útilistaverk á eynni.

Ekkert þátt­töku­gjald er í leitinni en gestir greiða ferjugjald. Athugið það er takmarkaður miðafjöldi í boði og því nauðsynlegt að bóka far fyrirfram með ferj­unni á vef Eldingar.

Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Eldingar í síma 519 5000 eða með tölvu­pósti á elding@elding.is.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Svipaðir viðburðir

Gróður í Grafarvogi
Stemmari
Fellakrakkar
Celebs
Syngdu mér sögu
Börnin endurskapa þjóðminjar
Reflar og skildir
Lúðrasveitin Svanur
Kóngaklæði, kanína og Hvalsá
Alheimur, hvað er hljóð?
Opnunarhátíð UNGA sviðslistahátíðar
Kósýhorn Borgarbókasafnsins
Maximús Músíkús
Tumi fer til tunglsins
Uppáhalds dýrin okkar
Hljómferðalag með Dj. Flugvél og geimskip
HönnunarMars: After Stone
Uppskeruhátíð – Marta Staworowska gullsmiður
HönnunarMars: Stofnendur FÍT
Sumardagsdjass með söngdeild FÍH

#borginokkar