Faustina - Barokkbandið Brák & Herdís Anna Jónasdóttir

Austurbakki 2, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús
28, mars 2024
Opið frá: 19.30 - 21.00

Vefsíða http://reykjavikearly.is
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Á lokatónleikum Reykjavík Early Music Festival býður Barokkbandið Brák upp á fjölbreytt hlaðborð með verkum eftir vinsælustu barokk tónskáld Evrópu. Við ferðumst alla leið frá Lundúnum í norðri til Napólí í suðri, en sú sem tengir verk þessara tónleika saman er ein skærasta söngstjarna 18. aldar, Faustina Bordoni.

Faustina Bordoni var fædd á Ítalíu en naut mikillar hylli um alla Evrópu en einkum í London. Hún gekk að eiga tónskáldið Johann Adolph Hasse, en hann samdi fyrsta verk tónleikanna, forleik í D-dúr. Okkar eigin Faustina er engin önnur en hin frábæra sópransöngkona Herdís Anna Jónasdóttir, en hún mun syngja kantötur eftir Händel og Porpora, en þeir voru á þessum tíma miklir keppinautar í tónlistarsenu Lundúna. Einnig flytur Brák Concerto grosso op. 6, nr. 8 eftir Händel.
Fyrrnefndur Hasse var góðvinur J. S. Bachs sem á einnig verk á tónleikunum. Hinn virtúósíski d-moll fiðlukonsert Bachs verður fluttur af listrænum stjórnanda Brákar, Elfu Rún Kristinsdóttur. Til að allar tengingar líti dagsins ljós, þá mun eiginmaður Elfu Rúnar, franski barokksellóleikarinn ??Vladimir Waltham flytja sellókonsert í D-dúr eftir ítalska tónskáldið Leonardo Leo, en Bordoni þjálfaði söngtækni sína á yngri árum í óperum eftir hann.

Flytjendur:

Elfa Rún Kristinsdóttir, barokkfiðla
Herdís Anna Jónasdóttir, sópran
Vladimir Waltham, barokkselló
Barokkbandið Brák

Svipaðir viðburðir

Fellakrakkar
Celebs
Syngdu mér sögu
Börnin endurskapa þjóðminjar
Krakkaþing Fíusólar - Opin dagskrá
Reflar og skildir
Lúðrasveitin Svanur
Kóngaklæði, kanína og Hvalsá
Alheimur, hvað er hljóð?
Opnunarhátíð UNGA sviðslistahátíðar
Kósýhorn Borgarbókasafnsins
Maximús Músíkús
Tumi fer til tunglsins
Uppáhalds dýrin okkar
Hljómferðalag með Dj. Flugvél og geimskip
Gróður í Grafarvogi
Stemmari
Sumardagsdjass með söngdeild FÍH
Opnun sýningarinnar VAXTAVERKIR
HönnunarMars: Mannlif, byggð og bæjarrými

#borginokkar