1. des hátíð á Árbæjarsafni

Kistuhylur 4, 110 Reykjavík

Dagsetningar
Árbæjarsafn
01, desember 2023
Opið frá: 18.00 - 21.00

Vefsíða https://borgarsogusafn.is/arbaejarsafn
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Í tilefni fullveldisdagsins þann 1. desember efna Árbæjarsafn, Danshópurinn Sporið, Félag harmóníkuuunnenda í Reykjavík, Heimilisiðnaðarfélag Íslands, Kvæðamannafélagið Iðunn og Þjóðdansafélag Reykjavíkur til fögnuðar á Árbæjarsafni. Frítt inn og öll velkomin!

Gestum gefst færi á að kynnast gömlu dönsunum, handverki, harmóníkum, kveðskap, þjóðbúningum, þjóðdönsum, þjóðlögum og þeim menningararfi sem iðkaður er af félögunum sem að viðburðinum koma auk þess að kynnast starfi félaganna. Á viðburðinum verða skemmtileg örnámskeið og kynningar þar sem hægt verður að læra grunnsporin í þjóðdönsum, kvæðalög og fleira.

Gestir eru hvattir til að mæta í eigin þjóðbúning, en hægt verður að fá ráðgjöf varðandi búninganotkun og hvernig koma megi eldri búningum í notkun.

Svipaðir viðburðir

Uppskeruhátíð – Marta Staworowska gullsmiður
Á mínu máli: skart:gripur – leiðsögn á pólsku
Allir með
Gægjusýning - Ekki kíkja, þetta er list
Hvað er mold?
Það sem vantar – Myndlistarsýning Hinsegin félagsmiðstöðvarinnar
Listasýning Laugó
skart:gripur
Síðdegistónar í Hafnarborg – Blúsband Maríu
Myndlistarsýning Hinsegin félagsmiðstöðvarinnar
Myndlistarsýning S78 og Tjarnarinnar
Reflar og skildir
Together | Palestínsk útsaumssmiðja
BIRKIÐ Í VERKUM ÁSGRÍMS JÓNSSONAR – Birkirannsókn
ÍSABROT– jöklar í íslenskri myndlist
Framtíðarblóm
Eldur, ís og mjúkur mosi
Byggingarlist, Breiðholtið og borgin okkar
Börnin endurskapa þjóðminjar
Regnbogi meistarans

#borginokkar