Mozart við kertaljós í fjórum kirkjum

Kirkjustræti 14, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Dómkirkjan
19, desember 2023 - 22, desember 2023 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 21.00 - 22.00

Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Camerarctica heldur sína árlegu kertaljósatónleika í kirkjum nú rétt fyrir jólin.
Hópurinn hefur leikið ljúfa tónlist eftir Mozart í þrjátíu og eitt ár og þykir mörgum ómissandi að koma úr miðri jólaösinni inn í kyrrðina og kertaljósin í rökkrinu. Hópinn skipa að þessu sinni þau Ármann Helgason klarinettuleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir og Bryndís Pálsdóttir fiðluleikarar, Svava Bernharðsdóttir og Guðrún Þórarinsdóttir víóluleikarar og Sigurður Haldórsson sellóleikari. Á dagskránni eru glæsileg verk eftir Mozart en það eru Kvartett fyrir klarinettu og strengi í B Dúr kv. 378 og Kvintett fyrir strengi í B Dúr kv. 174.
Að venju lýkur tónleikunum á því að Camerarctica leikur jólasálminn góða,” Í dag er glatt í döprum hjörtum” eftir Mozart.
Tónleikarnir verða í Hafnarfjarðarkirkju þriðjudagskvöldið 19. Des, í Kópavogskirkju miðvikudagskvöldið 20. desember, í Garðakirkju fimmtudagskvöldið 21. des og í Dómkirkjunni í Reykjavík föstudagskvöldið 22. des. Tónleikarnir eru klukkustundarlangir og hefjast þeir allir klukkan 21.00. Aðgangseyrir er kr. 3500 og kr. 2500 fyrir nemendu, öryrkja og eldri borgara og frítt inn fyrir börn. Miðasala við innganginn og á Tix.is

Svipaðir viðburðir

Uppskeruhátíð – Marta Staworowska gullsmiður
Á mínu máli: skart:gripur – leiðsögn á pólsku
Allir með
Hvað er mold?
Það sem vantar – Myndlistarsýning Hinsegin félagsmiðstöðvarinnar
Listasýning Laugó
Gægjusýning - Ekki kíkja, þetta er list
skart:gripur
Síðdegistónar í Hafnarborg – Blúsband Maríu
Myndlistarsýning Hinsegin félagsmiðstöðvarinnar
Myndlistarsýning S78 og Tjarnarinnar
Reflar og skildir
Together | Palestínsk útsaumssmiðja
BIRKIÐ Í VERKUM ÁSGRÍMS JÓNSSONAR – Birkirannsókn
ÍSABROT– jöklar í íslenskri myndlist
Framtíðarblóm
Eldur, ís og mjúkur mosi
Byggingarlist, Breiðholtið og borgin okkar
Börnin endurskapa þjóðminjar
Regnbogi meistarans

#borginokkar