Á hafi kyrrðarinnar – listamannsspjall

Strandgata 34, 220 Hafnarfjörður

Dagsetningar
Hafnarborg – menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar
11, júní 2023
Opið frá: 13.00 - 14.00

Vefsíða https://hafnarborg.is
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Sunnudaginn 11. júní kl. 13 mun Hildur Ásgeirsdóttir Jónsson, myndlistarmaður, taka á móti gestum og segja frá verkum sínum á nýopnaðri sýningu hennar, Á hafi kyrrðarinnar, sem stendur yfir í safninu í sumar. Á sýningunni eru sýnd bæði ný og eldri verk þar sem Hildur tvinnar saman aðferðum vefnaðar og málaralistar auk útsaumsverka, nýrra blekteikninga og vatnslitaverka. Sýningarstjóri er Aldís Arnardóttir.

Hildur hefur búið meirihluta ævi sinnar í Cleveland í Ohio en heldur sterkt í rætur sínar á Íslandi. Hún kemur reglulega hingað til lands, ferðast, gengur um og tekur ljósmyndir, sem hún vinnur síðan úr þegar heim er komið. Auk þess að leita fanga í landslagi Íslands við gerð verka sinna hefur Hildur um árabil gert myndraðir sem byggja á heilaskönnunum og himintunglum, þar sem handlitaðir silkiþræðir tvinnast saman í dúnmjúku yfirborði og verða að athvarfi frá amstri hversdagsins.

Hildur Ásgeirsdóttir Jónsson (f. 1963) lauk MFA-gráðu í myndlist frá Háskólanum í Kent State árið 1995 og BFA-gráðu frá sama skóla árið 1991. Hún nam myndlist við Cleveland Institute of Art 1985-1988 og lagði einnig stund á nám í arkitektúr við Kent State á árunum 1983-1985Verk Hildar hafa verið sýnd víða, meðal annars í TANG-safninu, Tibor de Nagy-galleríinu og listahátíðinni Armory Show í New York, samtímalistasafninu í Cleveland, William Busta-galleríinu í Cleveland, auk Listasafns Reykjavíkur og Listasafns Íslands. Árið 2008 hlaut Hildur hin virtu verðlaun Cleveland Arts Prize í Cleveland Museum of Art í Ohio og árið 2015 hlaut hún viðurkenningu The Louis Comfort Tiffany Foundation.

Aðgangur ókeypis – verið öll velkomin.

Svipaðir viðburðir

Uppskeruhátíð – Marta Staworowska gullsmiður
Á mínu máli: skart:gripur – leiðsögn á pólsku
Allir með
Gægjusýning - Ekki kíkja, þetta er list
Hvað er mold?
Það sem vantar – Myndlistarsýning Hinsegin félagsmiðstöðvarinnar
Listasýning Laugó
skart:gripur
Síðdegistónar í Hafnarborg – Blúsband Maríu
Myndlistarsýning Hinsegin félagsmiðstöðvarinnar
Myndlistarsýning S78 og Tjarnarinnar
Reflar og skildir
Together | Palestínsk útsaumssmiðja
BIRKIÐ Í VERKUM ÁSGRÍMS JÓNSSONAR – Birkirannsókn
ÍSABROT– jöklar í íslenskri myndlist
Framtíðarblóm
Eldur, ís og mjúkur mosi
Byggingarlist, Breiðholtið og borgin okkar
Börnin endurskapa þjóðminjar
Regnbogi meistarans

#borginokkar