Skapandi fjölskylduleiðsögn

Hverfisgata 15, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Safnahúsið við Hverfisgötu
20, apríl 2023
Opið frá: 14.00 - 15.30

Vefsíða http://www.listasafn.is
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Skapandi fjölskylduleiðsögn sýningarstjóra í Safnahúsinu við Hverfisgötu Sumardaginn fyrsta, 20. apríl kl. 14.

Verið hjartanlega velkomin á skapandi fjölskylduleiðsögn um sýninguna Viðnám – samspil myndlistar og vísinda í Safnahúsinu við Hverfigötu. Dr. Ásthildur Jónsdóttir sýningarstjóri tekur á móti gestum þar sem þemu sýningarinnar verða tekin fyrir. Leiðsögnin verður unnin í samvinnu við LÁN (listrænt ákall til náttúrunnar) en nemendur úr Fellaskóla, Laugarnesskóla, Langholtsskóla, Austurbæjarskóla, Vogaskóla og Waldorfsskólans Sólstafa sýna á Barnamenningarhátíð verk sem tengjast inntaki sýningarinnar Viðnám í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Verkin tengjast þemu sýningarinnar; hafinu, líffræðilegum fjölbreytileika, fjöllum, himinhvolfinu og ævintýrum. Skólarnir sem taka þátt í sýningunni eru allir þátttökuskólar í vekefninu LÁN (Listrænt ákall til náttúrunnar) þar sem áhersla er lögð á samtal náttúruvísinda og lista. Í hverju skúmaskoti Safnahússins leynast óvæntir töfrar gagnvirkni og myndlist sem að varpar ljósi á málefni sjálfbærni. Gestir fá tækifæri til þess að leyfa sköpunargleðinni að njóta sín. Aðgangseyrir á safnið gildir, ókeypis fyrir börn yngri en 18 ára. Hér má sjá nánari upplýsingar um sýninguna:
https://www.listasafn.is/list/syningar/vidnam_samspil_visinda_myndlista…

Svipaðir viðburðir

Uppskeruhátíð – Marta Staworowska gullsmiður
Á mínu máli: skart:gripur – leiðsögn á pólsku
Allir með
Gægjusýning - Ekki kíkja, þetta er list
Hvað er mold?
Það sem vantar – Myndlistarsýning Hinsegin félagsmiðstöðvarinnar
Listasýning Laugó
skart:gripur
Síðdegistónar í Hafnarborg – Blúsband Maríu
Myndlistarsýning Hinsegin félagsmiðstöðvarinnar
Myndlistarsýning S78 og Tjarnarinnar
Reflar og skildir
Together | Palestínsk útsaumssmiðja
BIRKIÐ Í VERKUM ÁSGRÍMS JÓNSSONAR – Birkirannsókn
ÍSABROT– jöklar í íslenskri myndlist
Framtíðarblóm
Eldur, ís og mjúkur mosi
Hinsegin Prom
Byggingarlist, Breiðholtið og borgin okkar
Börnin endurskapa þjóðminjar

#borginokkar