Fersteinn í Mengi

Dagsetningar
23, febrúar 2017
Opið frá: 21.00 - 22.00

Vefsíða http://www.mengi.net
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Fersteinn er hljómsveit sem hefur verið starfrækt frá árinu 2011 af Guðmundi Steini Gunnarssyni tónskáldi. Auk hans skipa hljómsveitina Lárus Halldór Grímsson, Bára Sigurjónsdóttir og Páll Ivan frá Eiðum. Hljómsveitin leikur ljóðræna tónlist sem byggir á teygjanlegri hrynjandi þar sem málaðar eru upp myndir á ólínulegum formum og hegðunum. Allir flytjendur leika á mörg hefðbundin hljóðfæri, breytt og endurstillt hljóðfæri, leikföng, veiðibúnað og svo fundna hluti af ýmsu tagi.

Nýverið sendi sveitin frá sér skífuna Haltrandi Rósir, en titillag plötunnar er leikið á 4 heimatilbúin og sérstillt langspil. Hljómsveitin hefur komið víða við og leikið á ýmsum hátíðum og viðburðum hérlendis en einnig haldið fjölda tónleika á meginlandi Evrópu.

Svipaðir viðburðir

Uppskeruhátíð – Marta Staworowska gullsmiður
Á mínu máli: skart:gripur – leiðsögn á pólsku
Allir með
Það sem vantar – Myndlistarsýning Hinsegin félagsmiðstöðvarinnar
Listasýning Laugó
Gægjusýning - Ekki kíkja, þetta er list
Hvað er mold?
skart:gripur
Síðdegistónar í Hafnarborg – Blúsband Maríu
Myndlistarsýning Hinsegin félagsmiðstöðvarinnar
Myndlistarsýning S78 og Tjarnarinnar
Together | Palestínsk útsaumssmiðja
Reflar og skildir
BIRKIÐ Í VERKUM ÁSGRÍMS JÓNSSONAR – Birkirannsókn
ÍSABROT– jöklar í íslenskri myndlist
Framtíðarblóm
Eldur, ís og mjúkur mosi
Hinsegin Prom
Byggingarlist, Breiðholtið og borgin okkar
Regnbogi meistarans

#borginokkar