Fuglasinfónía

Vonarstræti 3, 101 Reykjavík

Dagsetningar
IÐNÓ
01, júní 2024
Opið frá: 16.00 - 16.30

Vefsíða https://www.listahatid.is/vidburdir/fuglasinfonia
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Lokið augunum og ímyndið ykkur að þið liggið úti í mjúkum mosa. Sólin skín á andlitið og fuglarnir syngja. Vissuð þið að svartþröstur er í raun algjör hermikráka? Eða að hrossagaukurinn syngur alls ekki með gogginum heldur stélinu?! Krummi krunkar úti og kallar á nafna sinn - eða vill Krummi krunka inni og kallast á við krakka? Komið, finnið samhljóm og takið þátt í að semja Fuglasinfóníuna, nýtt tónverk eftir Sóleyju Stefánsdóttur í samstarfi við Þýkjó.
ÞYKJÓ er teymi hönnuða sem vinna fyrir börn og fjölskyldur þeirra á sviði upplifunarhönnunar, innsetninga og vöruhönnunar. ÞYKJÓ hefur verið tilnefnt til Hönnunarverðlaunanna.
Sóley Stefánsdóttir er tónskáld og tónlistarkona og hefur gefið út fjölmargar plötur og verk, auk þess að semja fyrir leikhús og aðra miðla. Nýjasta plata hennar, Mother Melancholia, var valin plata ársins í opnum flokki á ÍSTÓN 2022 ásamt því að vera tilnefnd til Norrænu Tónlistarverðlaunanna sama ár.

Svipaðir viðburðir

Hljómferðalag með Dj. Flugvél og geimskip
Stemmari
Fellakrakkar
Celebs
Uppáhalds dýrin okkar
Syngdu mér sögu
Börnin endurskapa þjóðminjar
Reflar og skildir
Lúðrasveitin Svanur
Kóngaklæði, kanína og Hvalsá
Alheimur, hvað er hljóð?
Opnunarhátíð UNGA sviðslistahátíðar
Kósýhorn Borgarbókasafnsins
Maximús Músíkús
Gróður í Grafarvogi
Tumi fer til tunglsins
HönnunarMars: Nýting og nægjusemi
Krakkar kenna krökkum - Leiklistarsmiðja
HönnunarMars: ENDURTAKK x Rauði kross Íslands
HönnunarMars: After Stone

#borginokkar