Dolcissimi diletti - Barokkhópurinn Consortico

Austurbakki 2, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús
27, mars 2024
Opið frá: 19.30 - 21.00

Vefsíða http://reykjavikearly.is
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Efnisskráin Dolcissimi diletti veitir innsýn í hið fjölbreytta tónlistarlandslag Evrópu á 17. öld: frá ítölskum verkum í stile moderno að frönskum hirðsöngvum (airs de cour), að ógleymdum gustmiklum hljóðfærastykkjum stefnunnar stylus phantisticus. Efnisskráin skartar þekktum verkum eftir viðurkennda meistara eins og Claudio Monteverdi, Barböru Strozzi og Michel Lambert en einnig lítt þekktum perlum eins og hljóðfærasónötum fyrir fiðlu og víólu úr Rosthandritinu. Efnisskrána flytur Barokkhópurinn Consortico, en hann samanstendur af íslenskum og erlendum tónlistarmönnum sem hafa sérhæft sig í upprunaflutningi. Leikið er á upprunahljóðfæri.

Barokkhópurinn Consortico
María Konráðsdóttir, sópran
Mathias Spoerry, baritón
Sólveig Steinþórsdóttir, barokkfiðla
Natalia Duarte, barokkvíóla
Sigurður Halldórsson, barokkselló
Sergio Coto, theorba/lúta
Sólveig Thoroddsen, barokkharpa

Tryggið ykkur hátíðarpassa, sem veitir aðgang að öllum viðburðum hátíðarinnar.

https://reykjavikearly.is/

Svipaðir viðburðir

Uppskeruhátíð – Marta Staworowska gullsmiður
Á mínu máli: skart:gripur – leiðsögn á pólsku
Allir með
Það sem vantar – Myndlistarsýning Hinsegin félagsmiðstöðvarinnar
Listasýning Laugó
Gægjusýning - Ekki kíkja, þetta er list
Hvað er mold?
Síðdegistónar í Hafnarborg – Blúsband Maríu
Myndlistarsýning Hinsegin félagsmiðstöðvarinnar
skart:gripur
Myndlistarsýning S78 og Tjarnarinnar
Together | Palestínsk útsaumssmiðja
Reflar og skildir
BIRKIÐ Í VERKUM ÁSGRÍMS JÓNSSONAR – Birkirannsókn
ÍSABROT– jöklar í íslenskri myndlist
Framtíðarblóm
Eldur, ís og mjúkur mosi
Hinsegin Prom
Byggingarlist, Breiðholtið og borgin okkar
Regnbogi meistarans

#borginokkar