Kvöldsögustund með Amaconsort

Austurbakki 2, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús
26, mars 2024
Opið frá: 22.00 - 23.00

Vefsíða http://reykjavikearly.is
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Á þessum kvöldtónleikum beinum við sjónum okkar til Englands á framanverðri sautjándu öld. Svokölluð Masque, eins konar sambland af söngleik og grímuballi, var aðalskemmtun hinnar konunglegu hirðar en þess konar form sést sjaldan á tónleikaskrám dagsins í dag. Amaconsort flytur nú Masque-tónlistina í eigin útsetningum sem bundnar eru í litlar smásögur, sagðar í tónum. Þar á milli hljóma kröftugir dansar sem vinsælir voru á Englandi og Hollandi fyrr á öldum.

Amaconsort skipa Lea Sobbe, Martin Jantzen, Lena Rademann og Halldór Bjarki Arnarson. Barokkhópurinn hreppti fyrsta sæti í alþjóðlegu Van Wassenaer keppninni í Utrecht 2021 og hefur komið fram víðsvegar um Evrópu undanfarin ár. Spuni og nýsköpun skipa stóran þátt á tónleikum hjá Amaconsort, svo að áheyrendum bíður ávallt ný upplifun. Þótt meðlimir séu aðeins fjórir búa þau yfir miklu úrvali af hljóðfærum, stórum og smáum, og uppskera þannig fjölbreytilegan tónvef.

Tónleikarnir eru um klukkustund, án hlés.

www.reykjavikearly.is

Svipaðir viðburðir

Uppskeruhátíð – Marta Staworowska gullsmiður
Á mínu máli: skart:gripur – leiðsögn á pólsku
Allir með
Listasýning Laugó
Gægjusýning - Ekki kíkja, þetta er list
Hvað er mold?
Það sem vantar – Myndlistarsýning Hinsegin félagsmiðstöðvarinnar
skart:gripur
Síðdegistónar í Hafnarborg – Blúsband Maríu
Myndlistarsýning Hinsegin félagsmiðstöðvarinnar
Myndlistarsýning S78 og Tjarnarinnar
Together | Palestínsk útsaumssmiðja
Reflar og skildir
BIRKIÐ Í VERKUM ÁSGRÍMS JÓNSSONAR – Birkirannsókn
ÍSABROT– jöklar í íslenskri myndlist
Framtíðarblóm
Eldur, ís og mjúkur mosi
Hinsegin Prom
Byggingarlist, Breiðholtið og borgin okkar
Regnbogi meistarans

#borginokkar