Leslyndi með Fríðu Ísberg

Hamraborg 6, 200 Kópavogur

Dagsetningar
Bókasafn Kópavogs
03, apríl 2024
Opið frá: 12.15 - 13.00

Vefsíða https://menning.kopavogur.is/event/leslyndi-med-fridu-isberg/
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Fríða Ísberg fjallar um bækur sem hafa mótað og haft áhrif.

Viðburðurinn er liður í viðburðaröðinni Leslyndi en þar stíga þjóðþekktir bókaunnendur á stokk og deila eftirlætishöfundum og bókakveikjum með gestum. Ævintýri og ástarsögur, dagbækur og draumráðningar, sígildar sögur og samtímaverk, orðið er frjálst.

Aðgangur ókeypis, heitt á könnunni og öll hjartanlega velkomin.
Viðburðurinn er styrktur af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.

--------

Fríða Ísberg er fædd árið 1992. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð, og grunnprófi í heimspeki og meistaraprófi í ritlist við Háskóla Íslands.

Fyrsta útgefna verk Fríðu er ljóðabókin Slitförin sem kom út árið 2017 hjá bókaforlaginu Partusi en fyrir ljóðahandritið fékk Fríða nýræktarstyrk frá Miðstöð íslenskra bókmennta.

Árið 2018 kom út smásagnasafnið Kláði. Fyrir bókina hlaut Fríða tilnefningu til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2020 og bókin hlaut Fjöruverðlaunin í flokki fagurbókmennta. Kláði hefur verið þýdd á nokkur erlend tungumál. Önnur ljóðabók Fríðu Leðurjakkaveður kom svo út árið 2019.

Fyrsta skáldsaga Fríðu er Merking (2021). Bókin er margradda vísindaskáldsaga en þar er tekist á við pólaríseringu, fordóma og samkennd. Merking hlaut Verðlaun starfsfólks bókaverslanna og Fjöruverðlaunin í flokki fagurbókmennta og hefur verið þýdd á fjölda erlendra tungumála.

Fríða er hluti af sex kvenna skáldahópi sem kallar sig Svikaskáld. Saman hafa þær gefið út þrjár ljóðabækur; Ég er ekki að rétta upp hönd (2017), Ég er fagnaðarsöngur (2018) og Nú sker ég netin mín (2019) auk einnar skáldsögu Olíu (2021).

Í byrjun árs 2022 hlaut Fríða Ísberg Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2021 og 2023 hlaut hún sænsku Per Olav Enquist verðlaunin sem veitt eru veitt ungum höfundum sem eru að skapa sér nafn í Evrópu og hafa verið veitt árlega síðan 2004.

--------

Leslyndi á Bókasafni Kópavogs, vorið 2024.

17. janúar: Einar Kárason
7. febrúar: Auður Ava Ólafsdóttir
6. mars: Bragi Ólafsson
3. apríl: Fríða Ísberg

Svipaðir viðburðir

Á mínu máli: skart:gripur – leiðsögn á pólsku
Allir með
Gægjusýning - Ekki kíkja, þetta er list
Hvað er mold?
Það sem vantar – Myndlistarsýning Hinsegin félagsmiðstöðvarinnar
Listasýning Laugó
skart:gripur
Síðdegistónar í Hafnarborg – Blúsband Maríu
Myndlistarsýning Hinsegin félagsmiðstöðvarinnar
Myndlistarsýning S78 og Tjarnarinnar
Reflar og skildir
Together | Palestínsk útsaumssmiðja
BIRKIÐ Í VERKUM ÁSGRÍMS JÓNSSONAR – Birkirannsókn
ÍSABROT– jöklar í íslenskri myndlist
Framtíðarblóm
Eldur, ís og mjúkur mosi
Byggingarlist, Breiðholtið og borgin okkar
Allir hafa rödd - Leiksýning barnanna á Bergi
Börnin endurskapa þjóðminjar
Regnbogi meistarans

#borginokkar