Vísar

Strandgata 34, 220 Hafnarfjörður

Dagsetningar
Hafnarborg – menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar
13, janúar 2024 - 24, mars 2024 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 12.00 - 17.00

Vefsíða https://hafnarborg.is
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Á sýningunni getur að líta ný verk eftir Þór Sigurþórsson þar sem óvæntar tengingar myndast þvert á tíma og rúm. Þá eru hversdagslegir hlutir og efni sett í nýtt samhengi í meðförum listamannsins. Efniviðurinn er oft og tíðum fundnir hlutir sem hafa sterka vísun í endurtekningu, hringrás og tíma: hlutir eins og tjaldhælar og klukkuvísar, sem virðast kunnuglegir en eru um leið framandlegir í nýju hlutverki.

Þór Sigurþórsson lauk MFA-gráðu í myndlist frá School of Visual Arts í New York árið 2008. Hann hafði áður lokið BA-prófi í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2002 og þá hefur hann einnig stundað nám við Academie der bildenden Künste í Vínarborg. Þór hefur tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi og erlendis, til að mynda í Ásmundarsafni og útisýningaröð Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík, Hjólinu. Hann hefur einnig haldið ýmsar einkasýningar, meðal annars í Y Gallery, Hverfisgalleríi og Harbinger. Árið 2015 hlaut Þór styrk úr sjóði Svavars Guðnasonar og Ástu Eiríksdóttur.

Svipaðir viðburðir

Uppskeruhátíð – Marta Staworowska gullsmiður
Á mínu máli: skart:gripur – leiðsögn á pólsku
Allir með
Hvað er mold?
Það sem vantar – Myndlistarsýning Hinsegin félagsmiðstöðvarinnar
Listasýning Laugó
Gægjusýning - Ekki kíkja, þetta er list
skart:gripur
Síðdegistónar í Hafnarborg – Blúsband Maríu
Myndlistarsýning Hinsegin félagsmiðstöðvarinnar
Myndlistarsýning S78 og Tjarnarinnar
Reflar og skildir
Together | Palestínsk útsaumssmiðja
BIRKIÐ Í VERKUM ÁSGRÍMS JÓNSSONAR – Birkirannsókn
ÍSABROT– jöklar í íslenskri myndlist
Framtíðarblóm
Eldur, ís og mjúkur mosi
Hinsegin Prom
Byggingarlist, Breiðholtið og borgin okkar
Regnbogi meistarans

#borginokkar