Reykjavík ... sagan heldur áfram

Aðalstræti 10, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Borgarsögusafn
23, febrúar 2024 - 01, júní 2024 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 10.00 - 17.00

Vefsíða https://borgarsogusafn.is/landnamssyningin/syningar/adalstraeti
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Fjölskylduvæn og fræðandi sýning um þróun Reykjavíkur frá býli til borgar.

Hin nýja sýning teygir sig neðanjarðar frá Landnámssýningunni í Aðalstræti 16 yfir í elsta hús Kvosarinnar, sem er Aðalstræti 10. Sýningin er framhald af Landnámssýningunni og rekur sögu byggðar í Reykjavík allt frá landnáminu til samtímans. Áhersla er lögð á að draga fram þætti úr sögu Reykjavíkur, varpa ljósi á daglegt líf íbúanna og tíðarandann í aldanna rás.

Efnistök og nálgun miða að því að ná sem best til allra notendur Borgarsögusafns Reykjavíkur. Sýningunni er ætlað að vekja áhuga og spurningar - og koma á óvart, með fjölbreyttri miðlun og upplifun. Með þessari nýju sýningu er mikilvægi Aðalstrætis sem sögumiðja Reykjavíkur undirstrikað enn frekar.

Aðgöngumiðinn gildir bæði í Aðalstræti 10 og á Landnámssýninguna í Aðalstræti 16.

Svipaðir viðburðir

Uppskeruhátíð – Marta Staworowska gullsmiður
Á mínu máli: skart:gripur – leiðsögn á pólsku
Allir með
Það sem vantar – Myndlistarsýning Hinsegin félagsmiðstöðvarinnar
Listasýning Laugó
Gægjusýning - Ekki kíkja, þetta er list
Hvað er mold?
Síðdegistónar í Hafnarborg – Blúsband Maríu
Myndlistarsýning Hinsegin félagsmiðstöðvarinnar
skart:gripur
Myndlistarsýning S78 og Tjarnarinnar
Reflar og skildir
Together | Palestínsk útsaumssmiðja
BIRKIÐ Í VERKUM ÁSGRÍMS JÓNSSONAR – Birkirannsókn
ÍSABROT– jöklar í íslenskri myndlist
Framtíðarblóm
Eldur, ís og mjúkur mosi
Hinsegin Prom
Byggingarlist, Breiðholtið og borgin okkar
Regnbogi meistarans

#borginokkar