Breiðholt

Hverfið einkennist af líflegu hverfisstarfi og skemmtilegu mannlífi með áherslu á samskipti kynslóðanna. Í Breiðholtinu má finna Borgarbókasafnið - Menningarhúsið Gerðubergi en þar er umfangsmikil starfsemi, fjölbreytt viðburða- og sýningahald, salaleiga, kaffihús og fleira. Hverfið státar einnig af verslunarmiðstöðinni Mjóddinni, sundlaug Breiðholts, útillistaverki Erró auk fjölda stofnana og fyrirtækja.

Teaserboxes
Gerðuberg menningarhús
Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi
Í Gerðubergi er umfangsmikil starfsemi. Bókasafn, fjölbreytt viðburða- og sýningarhald, salaleiga, kaffihús og félagsstarf. Bókasafnið er afar bjart og rúmgott auk þess sem notendur hafa aðgang að OKinu og Verkstæðinu sem eru sérstaklega hönnuð með þarfir barna og ungmenna í huga.
Breiðholtslaug
Breiðholtslaug
Í Breiðholtslaug er að finna 25 mera laug, heita potta, kalda laug, vaðlaug og ýmislegt fleira. Mjög góð laug fyrir barnafjölskyldur.

#borginokkar