
Breiðholt
Hverfið einkennist af líflegu hverfisstarfi og skemmtilegu mannlífi með áherslu á samskipti kynslóðanna. Í Breiðholtinu má finna Borgarbókasafnið - Menningarhúsið Gerðubergi en þar er umfangsmikil starfsemi, fjölbreytt viðburða- og sýningahald, salaleiga, kaffihús og fleira. Hverfið státar einnig af verslunarmiðstöðinni Mjóddinni, sundlaug Breiðholts, útillistaverki Erró auk fjölda stofnana og fyrirtækja.