
Grafarholt og Úlfarsárdalur
Í göngufæri við hverfið eru náttúruperlur eins og Úlfarsfellið, Reynisvatn og Hólmsheiðin. Þessar náttúruperlur eru mjög vinsælar meðal hverfisíbúa og annarra gesta. Í hjarta Grafarholtsins má finna 18 holu völl golfklúbbs Reykjavíkur þar sem kylfingar geta tekist á við krefjandi brautir í fallegu umhverfi. Það eru líka allir velkomnir í veitingarsal golfskálans en þaðan er frábært útsýni yfir Grafarholtsvöll og höfuðborgina.
Hverfið er í mikilli nánd við náttúruna og því má segja að hverfisbragurinn einkennist af útivist og hreyfingu.