• Heim
  • Grafarholt og Úlfarsárdalur

Grafarholt og Úlfarsárdalur

Í göngufæri við hverfið eru náttúruperlur eins og Úlfarsfellið, Reynisvatn og Hólmsheiðin. Þessar náttúruperlur eru mjög vinsælar meðal hverfisíbúa og annarra gesta. Í hjarta Grafarholtsins má finna 18 holu völl golfklúbbs Reykjavíkur þar sem kylfingar geta tekist á við krefjandi brautir í fallegu umhverfi. Það eru líka allir velkomnir í veitingarsal golfskálans en þaðan er frábært útsýni yfir Grafarholtsvöll og höfuðborgina.

Hverfið er í mikilli nánd við náttúruna og því má segja að hverfisbragurinn einkennist af útivist og hreyfingu.

 

Grafarholtsvöllur

Grafarholtsvöllur var hannaður af Svíanum Nils Sköld og er völlurinn rúmlega 50 ára gamall. 

Úlfarsfell
Úlfarsfell

Úlfarsfell er lægra en systir hennar Esja og örugglega ekki eins vel þekkt. En það er nær miðborg Reykjavíkur og býður upp á jafn glæsilegt útsýni yfir borgina.

Reynisvatn

Reynisvatn, eins og aðrar sleppitjarnir, er vinsælt hjá barnafólki, og öðrum sem eru að feta sín fyrstu skref í veiðinni, enda bókað mál að nóg er af fiski á staðnum og allur fiskur vel vænn.

Teaserboxes
Borgarbókasafnið Úlfarsárdal
Borgarbókasafnið Úlfarsárdal er sjöunda safnið okkar og hefur nú opnað, með gleði og vellíðan borgarbúa að leiðarljósi.

#borginokkar