Grafarvogur

Grafarvogurinn markast af langri og fallegri sjávarsíðu sem umlykur hverfið að stórum hluta.

Hverfið er þekkt fyrir mikla hverfisvitund og margir íbúar líta á Grafarvog sem einskonar bæ innan borgarmarkanna. Grafarvogsbúar geta státað sig af listaverkum Hallsteins Sigurðarsonar sem eru staðsett í Hallsteinsgarði í Grafarvogi. Hverfið einkennist af mikilli nánd við náttúruna, stórbrotnu útsýni og náttúrusvæðum eins og Gufunesinu og ánni Korpu.

Grafarvogurinn skiptist í nokkur gróin íbúðarhverfi og atvinnusvæði, framtíðar-byggingarsvæði og þróunarsvæði. Núverandi íbúðarhverfi eru Hamrahverfi, Foldahverfi, Húsahverfi, Rimahverfi, Borgarhverfi, Víkurhverfi og Staðarhverfi. Í Höfðahverfi eru mikilvæg atvinnusvæði með mikla þróunarmöguleika. Einkum er að vænta breytinga í vesturhluta Höfðahverfis og við Elliðaárvog. Þar er í framtíðinni gert ráð fyrir blandaðri byggð og allt að tveimur nýjum skólahverfum. Land Keldna og Keldnaholts eru framtíðar-uppbyggingarsvæði, einkum fyrir atvinnuhúsnæði en einnig íbúðir. Hugmyndum um blandaða byggð í Gufunesi er slegið á frest þar til að skipulagstímabili loknu og er því gert ráð fyrir iðnaðar- og athafnastarfsemi í Gufunesi framan af skipulagstímabilinu. Þróunarásinn Örfirisey-Keldur liggur syðst í borgarhlutanum en þétting byggðar meðfram honum er eitt af meginmarkmiðum aðalskipulagsins.

Korpúlfsstaðavöllur

Korpúlfsstaðavöllur er gríðarlega skemmtilegur golfvöllur sem er vafinn í kringum íbúðahverfi í Grafarvogi.

Hallsteinsgarður

Árið 2013 tók Listasafn Reykjavíkur við gjöf Hallsteins Sigurðssonar myndlistarmanns til Reykvíkinga. Um var að ræða 16 höggmyndir úr áli sem Hallsteinn kom fyrir í landi Gufuness á árunum 1989 til 2012 og standa á hæð austan við gömlu áburðarverksmiðjuna í Gufunesi.

Skemmtigarðurinn í Grafarvogi

Skemmtigarðurinn býður upp á fjölbreytta afþreyingu fyrir alla aldurshópa. Fótboltagolf, minigolf, afmælisveislur, úti lasertag, paintball, hópefli, fjölskyldudagar fyrirtækja, archery tag, þrautaleiki, ratleiki og grillveislur á sveitabarnum.

Teaserboxes
Bókasafn spöngin
Borgarbókasafnið | Menningarhús Spönginni
Bókasafnið í Spönginni býður upp á fjölbreyttan safnkost. Huggulegt er að lesa dagblöðin og nýjustu tímaritin yfir rjúkandi kaffibolla við fallegu gluggana á jarðhæðinni.
Grafarvogslaug
Grafarvogslaug
Í Grafarvogslaug má finna 25 metra útilaug, heitan og kaldan pott, valaug, barlalaug, rennibraut og ýmislegt fleira
Egilshöll
Egilshöll
Egilshöll er stærsta íþrótta og afþreyingarmiðstöð landsins. Þar er mjög fjölbreytt starfsemi eins og t.d. Sambíóin, World Class, Keiluhöllin, Skotfélag Reykjavíkur, Skautasvell auk annara rekstraraðila og veitingastaða.

#borginokkar