
Grafarvogur
Hverfið markast af langri og fallegri sjávarsíðu sem umlykur hverfið að stórum hluta.
Hverfið er þekkt fyrir mikla hverfisvitund og margir íbúar líta á Grafarvog sem einskonar bæ innan borgarmarkanna. Grafarvogsbúar geta státað sig af listaverkum Hallsteins Sigurðarsonar sem eru staðsett í Hallsteinsgarði í Grafarvogi.
Hverfið einkennist af mikilli nánd við náttúruna, stórbrotnu útsýni og náttúrusvæðum eins og Gufunesinu og ánni Korpu.