
Háaleiti og Bústaðir
Eitt fallegasta útivistarsvæði borgarinnar, Fossvogsdalurinn er staðsettur í hverfinu. Dalurinn er miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu og því mikilvægasti hlekkurinn í keðju opinna svæða allt frá miðborg Reykjavíkur að Elliðavatni og Heiðmörk.
Háaleiti og Bústaðir markast af Kringlumýrarbraut, Suðurlandsbraut, Reykjanesbraut og sveitarfélaginu Kópavogi. Hverfið felur í sér nokkra hverfishluta – Háaleiti, Múla, Kringlu, Bústaði. Fossvog, Smáíbúðahverfi og Blesugróf. Hverfið er miðsvæðis og státar af verslunarmiðstöðinni Kringlunni.