Skip to main content

Hlíðar


Hlíðahverfi liggur austan miðborgar Reykjavíkur allt að Kringlumýrarbraut. Helstu kennileiti hverfisins eru Perlan, Klambratún og Kjarvalsstaðir,. Hlemmur, Háteigskirkja, Moska  og Sjómannaskólinn. Elstu hlutar hverfisins, svæðið kringum Hlemm og Norðurmýrin, byggðust upp á 3. og 4. áratug 20. aldar.

Hverfið er gróið enda eitt af gömlu hverfunum í Reykjavík og státar af langri og merkilegri sögu.

Öskjuhlíð

Öskjuhlíð is a beautiful woodland area surrounding Perlan—one of Reykjavík's stunning landmark buildings.

Perlan Museum

Perlan

Stórkostlega stjörnuverið okkar er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Það er byggt inn í einn tank Perlunnar og er hluti sýningarinnar Undur íslenskrar náttúru.

Listasafn Reykjavíkur Kjarvalsstaðir

Á Kjarvalsstöðum eru reglulega sýningar á verkum Jóhannesar S. Kjarvals (1885 -1972) enda skipar hann sérstakan sess í íslenskri menningar- og listasögu sem einn ástsælasti listamaður þjóðarinnar fyrr og síðar. 

Nauthólsvík

Ylströndin í Nauthólsvík hefur sannarlega fest sig í sessi sem paradís í borgarlandinu sem laðar að jafnt innlenda sem erlenda gesti. Voldugir sjóvarnargarðar loka af fallegt lón þar sem kaldur sjór og heitt vatn renna saman í eitt.