
Hlíðar
Hlíðahverfi liggur austan miðborgar Reykjavíkur allt að Kringlumýrarbraut. Helstu kennileiti hverfisins eru Perlan, Klambratún og Kjarvalsstaðir. Hlemmur, Háteigskirkja, Moskan í Reykjavík og Sjómannaskólinn. Elstu hlutar hverfisins, svæðin í kringum Hlemm og Norðurmýrina, byggðust upp á 3. og 4. áratug 20. aldar.
Hverfið er gróið enda eitt af gömlu hverfunum í Reykjavík og státar af langri og merkilegri sögu.