Miðborg

Þúsundir borgarbúa leggja leið sína í miðborgina á hverjum einasta degi til að sinna vinnu sinni eða njóta alls þess sem borgin hefur að bjóða. Í miðborginni eru margir veitinga- og skemmtistaðir og þangað safnast fjöldi fólks á hátíðisdögum.

Í miðborginni er elsta byggð Reykjavíkur og þangað má rekja upphaf byggðar á Íslandi en Ingólfur Arnarson landnámsmaður settist að þar sem nú er Aðalstræti þegar hann nam hér land. Saga miðborgarinnar er því samofin sögu landsins og í kvosinni er saga við hvert fótmál.

Íbúar miðborgarinnar eru stoltir af sínu hverfi og velja að búa þar sem er iðandi mannlíf alla daga

Teaserboxes
Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhús
Í Hafnarhúsi er lögð áhersla á sýningar á framsækinni og tilraunakenndri list eftir viðurkennda innlenda og alþjóðlega samtímalistamenn og ungt og upprennandi
Listasafn Reykjavíkur - Ásmundarsafn
Ásmundur var einn af frumkvöðlum höggmyndalistar hér á landi og hannaði bygginguna að mestu leyti sjálfur á árunum 1942-1959.
Listasafn Reykjavíkur - Kjarvalsstaðir
Á Kjarvalsstöðum eru reglulega sýningar á verkum Jóhannesar S. Kjarvals (1885 -1972) enda skipar hann sérstakan sess í íslenskri menningar- og listasögu
Teaserboxes
People in the Settlement Exhibition
Landnámssýningin
Landnámssýningin byggir á kenningum fræðimanna um það sem fornleifar í Reykjavík geta sagt okkur um líf og störf þeirra sem fyrst settust hér að. Þungamiðjan er rúst skála frá
Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Ljósmyndasafn Reykjavíkur er miðstöð ljósmynda þar sem fortíðin og nútíminn mætast. Markmið safnsins er að varðveita, safna og sýna bæði sögulega og
Sjóminjasafnið í Reykjavík
Hlutverk Sjóminjasafnsins er að safna og miðla sögu og minjum tengdum sjó og sjómennsku, einkum þeim sem gildi hafa fyrir sögu Reykjavíkur.
Þjóðminjasafn Íslands
.

Þjóðminjasafn Íslands er vísinda- og þjónustustofnun í eigu íslenska ríkisins. Því er ætlað að vera miðstöð þjóðminjavörslu og rannsókna á menningarsögulegum minjum í landinu.

Þjóðleikhúsið

Þjóðleikhúsið sýnir fjölbreytt úrval sviðsverka sem er ætlað að höfða til ólíkra áhorfendahópa, með það að markmiði að efla og glæða áhuga landsmanna á list leikhússins og auðga leikhúsmenningu í landinu.

Nýlistasafnið
Art gallery in Iceland

Nýlistasafnið var stofnað árið 1978 af breiðum hópi myndlistamanna, sumir hverjir höfðu verið meðlimir í SÚM og aðrir voru enn við nám. Nýló er listamannarekið safn og sýningarrými, vettvangur uppákoma, umræðna og gagnrýnar hugsunar.

Listasafn Einars Jónssonar

Listasafn Einars Jónssonar var fyrsta listasafnsbyggingin sem reist var hér á landi  og markaði bygging þess upphaf byggðar á Skólavörðuholti í Reykjavík.

Kolaportið

Það eru fáir staðir hér á landi sem fólk sækir meira en markaðstorg Kolaportsins. Fjölbreytnin gerir þetta skemmtilega umhverfi ólíkt öllum öðrum verslunarstöðum.

Pönksafn Íslands
Pönksafnið

Pönksafnið heiðrar tónlist og tíðaranda sem hefur mótað tónlistarmenn og hljómsveitir til dagsins í dag, fólk sem þorði að vera öðruvísi.

Perlan
Perlan Museum

Stórkostlega stjörnuverið okkar er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Það er byggt inn í einn tank Perlunnar og er hluti sýningarinnar Undur íslenskrar náttúru.

Listasafn Íslands
Listasafn Íslands - National Art Gallery of Iceland

Listasafn Íslands er þjóðlistasafn og leggur megináherslu á 19. og 20. aldar list, íslenska og erlenda. Það á merkasta safn íslenskra verka hér á landi og eftir alla helstu myndlistarmenn þjóðarinnar. 

Teaserboxes
Grófin bókasafn
Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni
Miðbæjarsafnið okkar er í Grófarhúsi við Tryggvagötu. Þar ráðum við ríkjum á 1., 2. og 5. hæð, en í húsinu er einnig Borgarskjalasafn og Ljósmyndasafn Reykjavíkur.
Flyover
Flyover Iceland
Flyover iceland notar nýjustu tækni til að veita þér raunverulega flugupplifun. Þú hangir í festingu fyrir framan 300 fermetra hnattlaga sýningartjald með fætur í lausu lofti og horfir á myndina okkar, sem fer með þig í æsispennandi ferðalag um ísland
Safnahúsið við hverfisgötu
Safnahúsið
Safnahúsið við Hverfisgötu er nýleg viðbót við húsakost Listasafn Íslands. Hér má bera augum fjársjóð íslenskrar myndlistar úr stærsta listaverkasafni Íslands.
Teaserboxes
Landakotsskóli
Landakotsskóli
Landakotsskóli er einn elsti starfandi skóli landsins, stofnaður árið 1896. Skólinn er sjálfstætt starfandi grunnskóli fyrir 1. til 10. bekk ásamt deild fimm ára barna.
Austurbæjarskóli
Austurbæjarskóli
Austurbæjarskóli er heildstæður grunnskóli og stendur við Barónsstíg í Reykjavík. Nemendur eru u.þ.b. 420 og eru að jafnaði tvær bekkjardeildir í hverjum árgangi.
Tjarnarskóli
Tjarnarskóli
Tjarnarskóli er einkaskóli á unglingastigi staðsettur í Lækjargötu 14b í miðborg Reykjavíkur. Skólinn var stofnaður árið 1985 og átti að starfa í nánum tengslum við atvinnulíf, en síðustu ár hafa áherslur skólans verið á mannrækt og einstaklingsmiðað nám.

#borginokkar