
Miðborg
Þúsundir borgarbúa leggja leið sína í miðborgina á hverjum einasta degi til að sinna vinnu sinni eða njóta alls þess sem borgin hefur að bjóða. Í miðborginni eru margir veitinga- og skemmtistaðir og þangað safnast fjöldi fólks á hátíðisdögum.
Í miðborginni er elsta byggð Reykjavíkur og þangað má rekja upphaf byggðar á Íslandi en Ingólfur Arnarson landnámsmaður settist að þar sem nú er Aðalstræti þegar hann nam hér land. Saga miðborgarinnar er því samofin sögu landsins og í kvosinni er saga við hvert fótmál.
Íbúar miðborgarinnar eru stoltir af sínu hverfi og velja að búa þar sem er iðandi mannlíf alla daga