Kjalarnes

Kjalarnes er fámennasta hverfið í Reykjavík en á sama tíma er það langstærst að flatarmáli enda á sjálf Esjan heimilisfesti þar. Kjalarnes er nes sem skagar út í miðjan Faxaflóa sunnan megin við mynni Hvalfjarðar, gegnt Akranesi.

Á Kjalarnesi mætast sveit og borg og talsverður landbúnaður er stundaður í hverfinu í bland við borgarbrag samfélagsins.

Fólkið á svæðinu velur að búa á mörkum sveitar og borgar og er í mikilli nálægð við náttúruna. Á Kjalarnesi er um 600 manna þorp sem nefnist Grundarhverfi en alls búa 1.349 á Kjalarnesi (2019). Kjalarnes var áður sérstakt sveitarfélag en er búið að vera hluti af Reykjavík síðan 1998. 

Kjalarnes liggur á milli Kollafjarðar og Hvalfjarðar og nær þetta svæði yfir strönd og grunnsævi frá Saltvík og Saurbæ. Mikið fuglalíf er þar árið um kring og ná straumendur alþjóðlegum verndarviðmiðum (194 fuglar).

 

 

 

Esja
Mount Esja

Esja er eitt af einkennum höfuðborgarsvæðisins en hæsti tindur Esjunnar er 914 metrar. Nokkrar gönguleiðir eru upp á fjallið og þar eru vinsæl útivistarsvæði, til að mynda við skógræktina við Mógilsá.

Klébergslaug

 

Klébergslaug er í íþróttamiðstöðinni á Kjalarnesi. Þetta er sundlaug í alfaraleið og í dásamlegu umhverfi við sundin blá.

#borginokkar