
Kjalarnes
Kjalarnes er fámennasta hverfið í Reykjavík en á sama tíma er það langstærst að flatarmáli enda á sjálf Esjan heimilisfesti þar.
Á Kjalarnesi mætast sveit og borg og talsverður landbúnaður er stundaður í hverfinu í bland við borgarbrag samfélagsins.
Fólkið á svæðinu velur að búa á mörkum sveitar og borgar og er í mikilli nálægð við náttúruna.