Vesturbær

Vesturbærinn er gróið og gamalt hverfi með langa og merkilega sögu. Hverfið liggur að Seltjarnanesi í vestri en að miðborginni í austri og er hverfið að mörgu leyti mjög tengt miðborginni. Nálægðin við sjóinn er eitt af helstu sérkennum hverfisins.

Gönguferðir meðfram Ægisíðunni er mjög vinsælar meðal íbúa hverfisins og annarra borgarbúa enda útsýnið fagurt.

Hverfið státar af Háskóla Íslands, Vesturbæjarlaug, Háskólabíó, Veröld- hús Vigdísar, Myndlistaskólanum í Reykjavík, Melabúðinni auk fjölda annarra stofnana og fyrirtækja.

Þjóðminjasafn Íslands
.

Þjóðminjasafn Íslands er vísinda- og þjónustustofnun í eigu íslenska ríkisins. Því er ætlað að vera miðstöð þjóðminjavörslu og rannsókna á menningarsögulegum minjum í landinu.

Vesturbæjarlaug

Vesturbæjarlaug var tekin í notkun árið 1961. Stærð byggingarinnar er 850 fermetrar. Á svæðinu er sundlaug, barnalaug, fimm heitir pottar, eimbað og gufubað auk nokkurra leiktækja. Árið 2014 var bætt við tvöföldum potti.

Björgun úr sjávarháska

Verkið er staðsett við Ægisíðu Myndin Björgun varð til í Kaupmannahöfn er Ásmundur dvaldist þar veturinn 1936–37. Myndin sýnir björgun úr sjávarháska og hefur hún einnig verið nefnd Sjómennirnir.

Grásleppuskúrarnir við Grímstaðarvör

Gömlu grásleppuskúrarnir við Ægisíðu bera mikilvægt vitni um horfna sögu smáútgerðar og fiskvinnslu í Reykjavík.

#borginokkar