
Vesturbær
Vesturbærinn er gróið og gamalt hverfi með langa og merkilega sögu. Hverfið liggur að Seltjarnanesi í vestri en að miðborginni í austri og er hverfið að mörgu leyti mjög tengt miðborginni. Nálægðin við sjóinn er eitt af helstu sérkennum hverfisins.
Gönguferðir meðfram Ægisíðunni er mjög vinsælar meðal íbúa hverfisins og annarra borgarbúa enda útsýnið fagurt.
Hverfið státar af Háskóla Íslands, Vesturbæjarlaug, Háskólabíó, Veröld- hús Vigdísar, Myndlistaskólanum í Reykjavík, Melabúðinni auk fjölda annarra stofnana og fyrirtækja.