Árbær

Ein helsta útivistarperla borgarinnar, Elliðaárdalurinn, er staðsett í Árbæ ásamt Elliðarvirkjun. Dalurinn er mjög vinsæll til útivistar meðal hverfisbúa og annarra. Það má segja að hverfið einkennist af mikilli nánd við náttúruna og íþróttaiðkun en í hjarta hverfisins er ein vinsælasta sundlaug landsins, Árbæjarlaug. Ekki má svo gleyma Árbæjarsafni sem hefur lengi verið vinsælt að heimsækja allan ársins hring en safnið gefur góða mynd af umhverfi og bæjarbrag í Reykjavík á 19. og 20. öld. 

Húsin eru klædd í mismunandi búning og skiptist safnsvæðið í torg, þorp og sveit sem gefur góða mynd af umhverfi og bæjarbrag í Reykjavík á 19. og 20. öld. Á sumrin er auðvelt að þekkja starfsfólk safnsins, sem klæðist búningum frá fyrri tímum, en það tekur virkan þátt í viðburðum safnsins og sýningum þess þar sem einstökum þáttum í sögu Reykjavíkur eru gerð skil.

Innblástur úr fortíðinni getur breytt því hvernig við sköpum okkar sameiginlegu framtíð. Komdu og gakktu inn í lifandi fortíð á Árbæjarsafni og fáðu betri skilning á fortíðinni og nútíðinni. Safnið leggur áherslu á endurvinnslu og sjálfbært samfélag. Taktu þér tíma, röltu á milli safnhúsanna og uppgötvaðu sögu Reykjavíkur í tíma og rúmi. Og já, ekki láta þér bregða en á sumrin má rekast á húsdýr á safnsvæðinu – þau eru flest vinsamleg nema kannski stöku hæna.

Til Árbæjarhverfis teljast Selás, Árbær, Ártúnsholt, Bæjarháls og Norðlingaholt.

Hverfið markast af Vesturlandsvegi, Úlfarsá að sveitarfélagamörkum Mosfellsbæjar, til austur og suðurs með sveitarfélagamörkum um Hólmsheiði að Elliðavatni, Elliðaám, syðri kvísl og Reykjanesbraut.

Íbúar Árbæjarhverfis voru 11.974 árið 2023

 

 

Teaserboxes
Árbæjarsafn
Árbæjarsafn er útisafn sem er opið allan ársins hring. Þar er safn gamalla húsa sem flest hafa verið flutt á safnsvæðið úr miðbæ Reykjavíkur.
Árbær bóksafn
Borgarbókasafnið | Menningarhús Árbæ
Í boði er fjölbreytt úrval af bókum, tímaritum og öðrum safnkosti og við erum að sjálfsögðu boðin og búin að aðstoða við val og leit að efni. Þér er velkomið að nýta aðstöðuna á bókasafninu eins og þú vilt – til að dvelja, hitta aðra eða halda viðburð.
Árbæjarlaug
Árbæjarlaug
Í Árbæjarlaug er 25 metra útilaug, heitir pottar, rennibraut, barnarennibraut, barnalaug, nudd pottur, eimbað, innilaug, kaldur pottur, vaðlaug, strandblak, útiklefar, sérklefi, ungbarnaaðstaða og aðgengi í laug fyrir fatlaða.
Elliðaárdalur

Elliðaárdalurinn er eitt stærsta græna svæðið innan þéttbýliskjarna Reykjavíkur. Hann er jafnframt eitt vinsælasta svæðið til útivistar, leikja og íþróttaiðkunar af ýmsu tagi. Dalurinn einkennist af fjölbreyttu umhverfi, landslagi og gróðurfari en þungamiðjan eru Elliðaárnar sem dalurinn er kenndur við.

#borginokkar