Skip to main content

Árbær


Ein helsta útivistarperla borgarinnar, Elliðaárdalurinn, er staðsett í Árbæ. Dalurinn er mjög vinsæll til útivistar meðal hverfisbúa og annarra. Það má segja að hverfið einkennist af mikilli nánd við náttúruna og íþróttaiðkun en í hjarta hverfisins er ein vinsælasta sundlaug landsins, Árbæjarlaug.

Ekki má svo gleyma Árbæjarsafni sem hefur lengi verið vinsælt að heimsækja allan ársins hring en safnið gefur góða mynd af umhverfi og bæjarbrag í Reykjavík á 19. og 20. öld.

Elliðaárdalur

Elliðaárdalurinn er eitt stærsta græna svæðið innan þéttbýliskjarna Reykjavíkur. Hann er jafnframt eitt vinsælasta svæðið til útivistar, leikja og íþróttaiðkunar af ýmsu tagi. Dalurinn einkennist af fjölbreyttu umhverfi, landslagi og gróðurfari en þungamiðjan eru Elliðaárnar sem dalurinn er kenndur við.

Árbæjarsafn

Árbæjarsafn er útisafn sem er opið allan ársins hring. Þar er safn gamalla húsa sem flest hafa verið flutt á safnsvæðið úr miðbæ Reykjavíkur. Svæðið skiptist í torg, þorp og sveit og gefur góða mynd af umhverfi og bæjarbrag í Reykjavík á 19. og 20. öld.

Árbæjarlaug

Hvað er í boði í lauginni?

Borgarbókasafnið Árbæ

Í boði er fjölbreytt úrval af bókum, tímaritum og öðrum safnkosti og við erum að sjálfsögðu boðin og búin að aðstoða við val og leit að efni.