
Árbær
Ein helsta útivistarperla borgarinnar, Elliðaárdalurinn, er staðsett í Árbæ. Dalurinn er mjög vinsæll til útivistar meðal hverfisbúa og annarra. Það má segja að hverfið einkennist af mikilli nánd við náttúruna og íþróttaiðkun en í hjarta hverfisins er ein vinsælasta sundlaug landsins, Árbæjarlaug.
Ekki má svo gleyma Árbæjarsafni sem hefur lengi verið vinsælt að heimsækja allan ársins hring en safnið gefur góða mynd af umhverfi og bæjarbrag í Reykjavík á 19. og 20. öld.