Í Gerðubergi er umfangsmikil starfsemi; bókasafn, fjölbreytt viðburða- og sýningahald, salaleiga, kaffihús og félagsstarf. Bókasafnið er afar bjart og rúmgott. Þar er frábær aðstaða fyrir alla aldurshópa og mjög gott úrval af bókum, tímaritum og öðrum safnkosti, bæði á íslensku og erlendum tungumálum.