
Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Tryggvagata 15, Reykjavík 101, 411 6390
Opnunartími:
mán - fim: 10.00 - 18.00
fös: 11.00 - 18.00
lau - sun: 13.00 - 17.00
Vefsíða: https://borgarsogusafn.is/ljosmyndasafn-reykjavikur
Tölvupóstur: ljosmyndasafn@reykjavik.is
Ljósmyndasafn Reykjavíkur er miðstöð ljósmynda þar sem fortíðin og nútíminn mætast. Markmið safnsins er að varðveita, safna og sýna bæði sögulega og samtímaljósmyndun í listrænu, félags- og menningarlegu samhengi.Í Ljósmyndasafni Reykjavíkur eru nú varðveittar um 6 milljónir ljósmynda af ýmsum stærðum og gerðum. Elstu myndirnar eru frá því um 1860 og þær yngstu frá 2014. Myndefnið er fjölbreytt og má þar m.a. nefna mannamyndir teknar á ljósmyndastofum, blaða-, iðnaðar- og auglýsingaljósmyndir atvinnumanna og landslags- og fjölskyldumyndir áhugaljósmyndara. Ljósmyndasafn Reykjavíkur setur upp á annan tug sýninga ár hvert. Markmiðið er að kynna íslenska ljósmyndara og koma á framfæri, sýna verk úr safneign sem og að sýna verk erlendra ljósmyndara. Sýningarrýmin eru þrjú, Skotið í anddyri safnsins, aðalsalurinn og Kubburinn, sem hýsir sýningar á stafrænu formi.