Skip to main content

Nýlistasafnið


Nýlistasafnið var stofnað árið 1978 af breiðum hópi myndlistamanna sem sumir hverjir höfðu verið meðlimir í SÚM og aðrir voru enn við nám. Nýló er listamannarekið safn og sýningarrými, vettvangur uppákoma, umræðna og gagnrýninnar hugsunar.

Margar sýningar í Nýlistasafninu hafa markað tímamót í íslenskri myndlistarsögu og það er ljóst að stofnun Nýlistasafnsins ýtti við opinberum söfnum og flýtti fyrir framþróun innan íslenska listaheimsins. Í sögu Nýlistasafnsins hefur starfsemi þess oft verið umdeild og sýningar og uppákomur hafa á tímum vakið hörð viðbrögð og deilur. Ætla má að Nýlistasafnið hafi átt mikinn þátt í að opna augu almennings fyrir afstæðri fagurfræði samtímalistar og breyttum viðfangsefnum myndlistarmanna í samtímanum.

Árið 2010 hlaut Nýlistasafnið íslensku safnaverðlaunin.

Markmið Nýlistasafnsins eru að vera miðstöð nýrra strauma og tilrauna í myndlist, efla hugmyndafræðilega umræðu um samtímalist og vera vettvangur fyrir unga myndlistarmenn. Það gegnir einnig almennum skyldum listasafns um söfnun og miðlun, safnar og varðveitir listaverk eftir velunnara safnsins og leitast við að styrkja stöðu sína sem helsta samtímalistastofnun landsins.

Önnur afþreying

Listasafn Reykjavíkur Kjarvalsstaðir

Á Kjarvalsstöðum eru reglulega sýningar á verkum Jóhannesar S. Kjarvals (1885 -1972) enda skipar hann sérstakan sess í íslenskri menningar- og listasögu sem einn ástsælasti listamaður þjóðarinnar fyrr og síðar.  

Íslenski dansflokkurinn

The Iceland Dance Company is the national institution of Iceland responsible for developing, creating and nurturing contemporary dance and choreography.

Listasafn Reykjavíkur Hafnarhús

Í Hafnarhúsi er lögð áhersla á sýningar á framsækinni og tilraunakenndri list eftir viðurkennda innlenda og alþjóðlega samtímalistamenn og ungt og upprennandi hæfileikafólk. 

Sögusafnið

Í þessu fjölbreytta og lifandi safni gefst gestum færi á að kynnast Íslandssögunni á skemmtilegan og fræðandi hátt.