871_image_04_large

Landnámssýningin

Aðalstræti 16, Reykjavík 101, 411 6370

Opnunartími:
mán - sun: 10.00 - 17.00

Vefsíða: https://borgarsogusafn.is/p/adalstraeti

Landnámssýningin byggir á kenningum fræðimanna um það sem fornleifar í Reykjavík geta sagt okkur um líf og störf þeirra sem fyrst settust hér að. Þungamiðjan er rúst skála frá 10. öld sem fannst árið 2001 og er varðveitt á sínum upphaflega stað. Norðan við skálann fannst veggjarbútur sem er ennþá eldri, eða síðan fyrir 871 og er hann meðal elstu mannvistarleifa sem fundist hafa á Íslandi. Á sýningunni er reynt að gefa hugmynd um umhverfi Reykjavíkur eins og það var við landnám. Með hjálp margmiðlunartækni og túlkun á fornminjum er ljósi varpað á líf og tilveru fyrstu íbúa Reykjavíkur og tengsl þeirra við umhverfið í nýju landi. Efni Landnámssýningarinnar byggir á niðurstöðum fornleifarannsókna, efnistökin eru vísindaleg og kynna nýjustu túlkanir vísinda- og fræðimanna á þessu tímabili sögunnar. Á sumrin og í desember mánuði eru boðið upp á leiðsögn á ensku kl. 11 alla virka daga. Hljóðleiðsagnir eru í boði, á íslensku, ensku, frönsku, þýsku og norsku.

#borginokkar